You are currently viewing Stuð í Hólsá austur
Stuð í Hólsá austur

Það hafa komið ágætis rokur í veiðina á Austurbakka Hólsár. Einna helst eru það þeir sem lenda í göngum sem gera góða veiði.

Þannig voru Davíð og félagar með 17 laxa veiði eftir tvo daga líka fjölda sjóbirtinga. Veiðin í Eystri Rangá er líka öll að koma til og er góður stígandi í veiðinni.

Viljum minna á að vegna forfalla losnaði holl á austurbakka Hólsár 7-9.08 og er það að finna í vefsölu hér: https://kolskeggur.is/product-category/holsa-austurbakki-adalsvaedi/

Við eigum einnig nokkur holl á lausu á Neðra svæðinu sem finna má hér: https://kolskeggur.is/product-category/holsa-austurbakki-nedra-svaedi/

Í Eystri Rangá eigum við nokkur flott holl á lausu, best að senda póst á undirritaðan varðandi það. Myndin er af ánægðum kúnna hjá Jónasi gæd í Eystri Rangá.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð johann@kolskeggur.is