Nú dunda sér margir við silungsveiði og sýnist okkur á öllu að veiðin sé með ágætum á flestum veiðislóðum. Okkar eigin Hólsá hefur verið opinn fyrir sjóbirtingsveiði frá fyrsta apríl og hefur svæðið mest verðið stundað um helgar. Veiðin mætti vera betri en flest holl eru þó að fá fiska og njóta þess að gista í frábæra veiðihúsinu við Hólsá.
En svo var það laxinn! Nú er ekki nema þrjár og hálf vika í að fyrsta laxveiðiáin opni. Það verður spennandi að sjá hvað gerist, ákaflega spennandi. Við opnum svo veiðisvæðin okkar – Austurbakka Hólsár og Eystri Rangá þann 20.06. Við villjum benda á að enn eigum við stangir í þessi veiðisvæði sem má nálgast í vefsölunni okkar – Kolskeggur veiðileyfi
Við vildum sérstaklega benda á að það voru að losna tvær stangir á opnunardaginn í Eystri!
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is