You are currently viewing Haustveiðin í Eystri Rangá – September 22
Haustveiðin í Eystri Rangá – September 22

Haustveiðin í Eystri Rangá er glettilega góð og var meðalveiðin í september 2022 um 2 laxar á stöng á dag. Það er sami hópurinn frá Finnlandi sem hefur verið með maðkaopnunina undanfarin ár og fara þeir ákaflega vel með ána. Þeir veiða meira að segja margir eingöngu á flugu í maðkaopnuninni! Þetta má sjá á veiðitölum þessa fyrstu daga en 2-5 sept var veiðin á bilinu 63-69 laxar á dag. Hollið næst á eftir maðkaopnun var svo með betri veiði per dag en 6-7.09 komu á land 73 laxar hvorn daginn sem voru þá bestu dagarnir í september. Veiðin eftir það var nokkuð jöfn með um 20-40 laxa á dag.

Í Eystri Rangá er hóflegur kvóti eða 3 smálaxar á stöng á vakt. Það er feiki nóg til að ná sér í soðið og hefur líka einfaldlega þá verkun að meira að fiski er í ánni að hausti og betri veiði. Drepinn fiskur veiðist aldrei aftur!

Við stilltum hækkunum mjög í hóf í haustveiðinni hjá okkur og er hún undir 5% en eins og menn vita er verðbólga í landinu um 10% svo að um er að ræða raunlækkun.

Hér er hægt að kaupa sér ævintýri næsta haust: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/

Góða skemmtun

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is