You are currently viewing Frábær vika í Eystri Rangá og Austurbakka Hólsár
Frábær vika í Eystri Rangá og Austurbakka Hólsár

Það hefur verið stöðugur stígandi í veiðinni í Eystri Rangá og á Austurbakka Hólsár. Þannig gaf síðasta vika í Eystri Rangá 405 laxa á stangirnar 18 sem er veiði upp á 3.2 laxa á stöng á dag. Ef við bætum Austurbakka Hólsár við er vikuveiðin á vatnasvæðinu 484 laxar og heildarveiðin komin í 1060 laxa.

Við fengum í endursölu tvær stangir í Eystri 14-16.09 og er hægt að kaupa þær hér í vefsölunni: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/

Farið er að minnka framboðið í haust en við eigum stangir á stangli frá 28.09 og út tímabilið. Haustið getur verið frábær tími í Eystri og þá nýtur áin góðs af því að við erum með hóflegan kvóta.

Af örðum svæðum er það að frétta að Affallið er komið í 119 laxa og Þverá í Fljótshlíð 24 laxa. Við erum virkilega að vona að Þverá fari að hrökkva í gang. Neðra svæði Hólsár hefur líka gefið ágætlega í sumar og nú eru komnir þar 37 laxar og 34 vænir sjóbirtingar sem gefa laxinum ekkert eftir.

Undirritaður tróð sér á internetið að þessu sinni með glæslega hrygnu af Austurbakka Hólsár á myndinni.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is