Eystri Rangá var hæg í gang þetta árið en síðan hefur veiðin verið jafnari og betri en á síðasta ári. Veiðin í síðustu viku var 3 laxar á stöng á dag sem er með því besta á landinu.
Enn eru að veiðast nýgengnir stórlaxar og lúsugir laxar. Í Eystri Rangá er líka hóflegur kvóti á stöng og skylda að sleppa stórlaxi. Þessar aðgerðir eru öðrum veiðimönnum til hagsbóta og tryggja að fleiri laxar eru í ánni út tímabilið.
Eystri hefur verið uppseld í sumar og langt fram í haustið en við eigum nokkra daga lausa síðla í september og í október.
Við ætlum að bóða upp á stangir í haust á tilboði sem gildir til miðvikudagsins 24.08.
Hægt er að skoða framboðið og kaupa stöng hér: Eystri Rangá – veiðileyfi