Eins og menn vita var veiðin í Eystri hreint stórkostleg og endaði áin í 9070 löxum.
En hvernig skiptist veiðin? Hvaða svæði voru best? Hvað var mikið af stórlaxi? Af hverju er himinninn blár? Við ætlum að leitast við að svara þessum spurningum með nokkrum pistlum um veiðina í sumar, nema kannski þessu síðastnefnda, þið verðið að gúggla það!
Við þökkum Gunnar Skúla staðarhaldara og yfirgæd sem hafði veg og vanda af því að taka þessar tölur saman eftir að hafa lesið maaargar blaðsíður af veiðibókum.
Næstur í röðinni er október sem gaf flotta veiði eða 746 laxa á 12 stangir á 20 dögum!
Veiðin í október var alls ekki síðri en í september þó heildartalan hafi verið 746 laxar. Eingöngu var veitt á 12 stangir í október og var því meðalveiði á stöng á dag 3.1 lax sem er afbragðs árangur.
Enn var smálax í mestum meirihluta eða 82% af veiðinni, stórlaxahlutfall hækkaði þó töluvert miðað við sumarið sem er eðlilegt þar sem þessir stóru detta í töku á haustin.
Besta svæðið í október var sexan með 178 laxa, sexan var fremur róleg fram eftir sumri en hrökk svo í gang með haustskipunum. Enn er þristurinn að skila góðri veiði og var hann í öðru sæti í október en líklega besta svæðið í heildina yfir sumarið, við rýnum nánar í það síðar.
Við eigum enn eftir nokkrar stangir í Eystri næsta haust en þær eru að týnast út jafnt og þétt. Ef þú vilt tryggja þér haustveiði þá er um að gera að ganga frá því núna þar sem þetta á eftir að seljast upp.
Hér má skoða leyfi: Eystri leyfi
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is