Margir laxveiðimenn hafa örvænt undanfarnar vikur þar sem áin þeirra rennur varla og aflabrögð eru eftir því. Við í Eystri Rangá glímum blessunarlega ekki við vatnsleysi en það er annað sem er að gera okkur lífið ögn leitt. Eystri Rangá á að hluta upptök í jökli og í hitabrælum undanfarna daga hefur hann bráðnað vel sem hefur sett leiðindalit í ánna. Nú á næstunni eru veðrabrigði og þá vonanadi losnum við við þetta vandamál. Það gæti orðið gaman í haust og um að gera að tryggja sér leyfi hér: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/ Veiðin síðustu vikuna í Eystri…
Dagur í Eystri Rangá – fjáröflun fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Kæru veiðimenn, Við hjá Kolskegg/ASP vildum láta gott af okkur leiða og höfum ákveðið að öll sala veiðidaginn 13.10. næstkomandi í Eystri Rangá renni óskipt til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Árlega greinast um 12-14 börn á íslandi með krabbamein og það þarf ekki að taka fram hvílíkt reiðarslag það er fyrir barnið, fjölskyldu og vini. Styrktarfélag krabbameinsjúkra barna styrkir fjölskyldur þessara barna og er sá stuðningur ómetanlegur fyrir þær fjölskyldur sem lenda í þessum hremmingum. Hér má lesa sér til um félagið: https://www.skb.is/ Við vonum að þið takið vel í að kaupa veiðileyfi til styrktar SKB. Ef…
Það hefur verið ágætis gangur í Eystri Rangá og gaf siðasta vika 341 lax. Það er veitt á 18 stangir í ánni og gera þetta því tæpa þrjá laxa á stöng á dag sem er með því besta á landinu. Ef þú vilt komast í Eystri þá getum við glatt þig með að nokkar stangir losnuðu vegna forfalla. Sjá má dagsetningarnar hér fyrir neðan. 11-14.08 1 st 12-14.08 1 st 14-17.08 3 st 17-20.08 4 st 21-23.08 2 st 20-23.08 1 st 5-7.09 3 st 7-10.09 3 st Hafir þú áhuga á einhverjum af þessum…
Það var fjári kallt vor og fram eftir júní var þetta fremur miður geðslegt veðurfarið hér sunnan heiða. En svo kom sólin upp eða þannig og nú hefur ekki rignt í mánuð með tilheyrandi brakandi þurrki. Tvær af ánum okkar þjást örlítið út af því - Affallið og Þverá. Veiðin byrjaði líkt og sumarkoman seint á okkar svæðum og má segja að allt sé nokkrum vikum seinna en í fyrra. Þessa dagana er land að rísa og t.d hollið sem var að klára á Austurbakka Hólsár var með 34 laxa og Eystri Rangá er farin…
Þorvaldur Hreinsson og fjölskylda gerðu góða ferð í Þverá í Fljótshlíð 11-13.07. Hann sendi okkur eftirfanandi veiðisögu: Við sáum lítið fyrr en að kvöldi 12 júlí. Þá voru komnir einhverjir laxar í nr. 50 og ég sá fyrsta laxinn í 48. Smá saga. Ég kastaði út undir brúna í nr 50 fyrir 10 ára dótturdóttur mína og rétti henni stöngina. Í öðru kasti kallaði hún í mig og sagði að það væri eitthvað að gerast. Ég var vantrúaður en það var rétt hjá henni. Það var falleg Hrygna á. 64 cm og við lönduðum henni…
Síðuritari hefur heyrt af veiðimönnum sem hafa byrjað ferillinn á fiski sem kom þeim beint í 20 punda klúbbinn, svo eru aðrir sem reyna alla ævi að komast í klúbbinn án árangurs þrátt fyrir mikla ástundum. Svona er blessuð veiðin, við viljum þann stóra og hann er alltaf að koma í næsta kasti. Ég velti því samt fyrir mér hvort það sé gott að byrja svona á toppnum? Sem veiðimaður ertu alltaf að reyna að toppa þig og ef þú byrjar á 20+ punda fisk þá gæti það orðið erfitt. En líklegast er það bara…
Jæja þá eru ársvæðin okkar - Eystri Rangá og Austurbakki Hólsár búin að vera opin síðan síðla júní. Skemmst er frá því að segja að veiðin í Eystri Rangá hefur verið mun betri en í byrjun tímabils í fyrra en nú höfðu þann 06.07 veiðst 113 laxar á móti 69 á sama tíma í fyrra. Enn er þetta nánast allt stórlax og þeir stærstu hafa verið á bilinu 95-97 cm, einn og einn smálax hefur verið að ganga síðustu daga og við bíðum eftir auknum krafti í göngurnar þá kemur í ljós hverning framhaldið verður.…
Eystri Rangá opnaði að morgni dags þann 20.06 og er það breyting frá fyrri árum þegar áin opnaði 15.06. Við renndum algerlega blint í sjóinn á opnunardeginum þar sem enginn hafði orðið var við lax dagana á undan. En hann var vissulega þarna, bara var ekkert að sýna sig! Fyrsti laxinn á opnunardaginn kom á land úr Hrafnaklettum og var það undirritaður sem var þess heiðurs aðnjótandi að fá að landa glæsilegum 95 cm hæng. BÆNG, þetta er byrjað! Á opnunardaginn komu svo 8 aðrir laxar á land og daginn eftir var bætt um betur…
Nú er farið að styttast ískyggilega í opnun hjá okkur í Eystri Rangá en áin opnar á þriðjudaginn. Við opnum ána aðeins síðar en síðustu ár en í fyrra var opnunin þann 15.06. Við trúum því staðfastlega að sá silfraði sé mættur í ána og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með opnunardeginum. Hólsá opnaði í gær þann 15 og þar sá veiðimaður að hann hélt lax stökkva fyrir framan veiðihúsið en við seljum það ekki dýrara en við keyptum það. Enn eru til stangir í Eystri Rangá í júní sem skoða má hér í vefsölunni: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/…
Nú dunda sér margir við silungsveiði og sýnist okkur á öllu að veiðin sé með ágætum á flestum veiðislóðum. Okkar eigin Hólsá hefur verið opinn fyrir sjóbirtingsveiði frá fyrsta apríl og hefur svæðið mest verðið stundað um helgar. Veiðin mætti vera betri en flest holl eru þó að fá fiska og njóta þess að gista í frábæra veiðihúsinu við Hólsá. En svo var það laxinn! Nú er ekki nema þrjár og hálf vika í að fyrsta laxveiðiáin opni. Það verður spennandi að sjá hvað gerist, ákaflega spennandi. Við opnum svo veiðisvæðin okkar - Austurbakka Hólsár…
- Go to the previous page
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- …
- 17
- Go to the next page