You are currently viewing Ágætis byrjun í veiðinni 2024
Ágætis byrjun í veiðinni 2024

Við opnuðum Eystri Rangá og Austurbakka Hólsár þann 20.06 síðastliðinn og óhætt að segja að eftirvæntingin var mikil hjá fyrstu veiðimönnum. fyrsta laxinn í Eystri Rangá veiddi svo Jósef á svæði sex og var það falleg 80cm hrygna. Opnunardaginn veiddust 8 laxar í Eystri Rangá sem er prýðilegt.

Dagana frá opnun hafa verið að veiðast þetta 7-15 laxar á dag og mesta veiðin hingað til var þann 24.06 þegar 15 laxar veiddust í Eystri og þrír á Austurbakka Hólsár eða 18 samtals á vatnasvæðinu.

Þegar þetta er skrifað eru komnir 47 laxar úr Eystri Rangá og um 10 af Austurbakka Hólsár sem er bæting frá því í fyrra.

Við eigum næst tveggja daga holl í Eystri Rangá 1-3.07 og má sjá það í vefsölu hér: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is