Þetta er allt að koma, næstum að maður finni lyktina af vorinu suma daga. Nú er ekki nema rétt meira en mánuður þar til við getum farið að veiða aftur og mikil tilhlökkun í gangi.
Flest sjóbirtingssvæði landsins opna fyrir veiði þann 01.04 og lumum við hjá Kolskegg á einu svæði sem opnar einmitt þá. Austurbakki Hólsár opnar þann fyrsta apríl fyrir vorveiði og seljum við ána í tvo daga í senn með húsi og öllu saman. Veiðihúsið er eitt glæsilegasta sjálfmennskuhús landsins og þar geta gist allt að 12 manns en leyfi er fyrir sex stangir á svæðinu.
Við eigum örfá holl eftir í vor og er verðið frá 340-390 þús fyrir tveggja daga holl og eru þá uppábúin rúm og þrif eftir dvöl innifalin í verðinu.
Hér má skoða laus holl: https://kolskeggur.is/product-category/holsa-austurbakki-vorveidi/