jæja nú er hásumarið og veiðin í fullum gangi. Öll ársvæði Kolskeggs hafa verið opnuð og eru farin að gefa lax.
Þverá í Fljótshlíð hefur gefið sína fyrstu laxa og er eitthvað komið af laxi í ána en við vonumst eftir meiru. Áin hefur alltaf verið síðsumarsá og ágúst og haustið gefið best.
Sömu sögu er að segja að Affallinu. Fyrstu laxarnir eru komnir á land en við bíðum eftir sterkari göngum. Affallið líkt og Þverá er síðsumarsá.
Austurbakki hólsár hefur verið að gefa vel undanfarið og er mikið af fiski sérstaklega á efri hluta svæðisins.
Eystri Rangá hefur verið í fínum gír með allt að 50 laxa daga undanfarið. Mikið af stórlaxi er í ánni og er enn að veiðast lúsugur stórlax ásamt því að smálaxinn er að mæta í auknum mæli.
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is