Þverá í Fljótshlíð og Affall í Landeyjum opnuðu í gær fyrir veiði. Skemmst er frá því að segja að Þverá opnaði með tvemur stórlöxum en ekki kom lax úr Affallinu fyrsta daginn og bíðum við enn um sinn þar. Í Eystri Rangá veiddust fjórir laxar í gær og sex í morgun. Svo voru líka margir misstir og menn sáu nýjan fisk víða, við erum því að vona að hann sé að fara að skila sér í meira magni. Einnig hefur verið nokkuð líflegt á Austurbakka Hólsár og fékk undirritaður til að mynda tvo þar í beit í fyrradag. Magnús og félagar voru þar í stuði í morgun og fengu tvo stórlaxa og misstu fjóra, einn af þessum vænu er á meðfylgjandi mynd.
Það losnaði vegna óvæntra aðstæðna holl á Austurbakka Hólsár 7-9.07 sem við fengum í endursölu. Þetta er virkilega spennandi tími og fer á góðu verði eða 70 þús stöngin á dag með uppábúnu og þrifum og selst hollið í einu lagi. Hollið er selt!
Þetta er það sem við eigum spennandi laust á næstunni:
Við eigum eitt holl í Affallið 6-8.07 sem fer á flottum prís og er að finna í vefsölunni.
Við vorum svo að setja í sölu stakar stangir í Þverá í Fljótshlíð sem er tilvalið fyrir þá sem vilja prófa ána án þess að kaupa holl.
10-11/7 – hálfur /hálfur – stöngin á 20.000 krónur
Hægt er að skoða allt og kaupa í vefsölunni okkar hérna: https://kolskeggur.is/vefsala/
Kv. Jóhann – S: 7937979 – johann@kolskeggur.is