You are currently viewing Haustdagar í Eystri Rangá
Haustdagar í Eystri Rangá

Líkt og oft hefur komið fram þá var laxveiðin í Eystri ekki jafn góð í ár og í fyrra enda var veislusumarið 2020 metsumar og það geta ekki öll sumur verið metsumur. Eina leiðin til að gera betur er að bæta metið og við erum bjartsýn á að við eigum það inni, hvort sem það verður næsta sumar eða síðar. Eitt er víst að við höfum gert allt sem í mannlegum mætti er hægt til þess að leggja grunn að góðri veiði, sleppingar gengu mjög vel og magnið var mikið. Svo er bara að sjá hvernig sjórinn tekur á móti þeim blessuðum.

Síðuritari fór að rýna í tölur af því að hann var nokkuð viss um að haustdagar í ár hefðu verið mun síðri en árið á undan. Þeir voru vissulega síðri en í september var munurinn ekki jafn mikill og skyldi halda. Þannig var veiðin í september árið 2020 984 laxar en 855 í ár. Þetta er ekki nema 13% minni veiði á milli ára í september á meðan heildarveiðin yfir sumarið var ekki nema þriðjungur af veiðinni árið á undan.

Meðalveiðin á stöng á dag í september var í ár 1.5 lax á stöng sem er hreint ágæt veiði og leyfin á þessum tíma eru á góðum kjörum.

Hægt er að kynna sér hvað er laust og kaupa leyfi í vefsölunni okkar hér: https://kolskeggur.is/vefsala/

Við vildum líka benda á að fyrir stærri kaup bjóðum við upp á að skipta greiðslu í allt að þrennt án vaxta. Ef þú vilt panta leyfi og nýta þér það er best að senda undirrituðum línu.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is