You are currently viewing Eystri Rangá – tölfræði úr veiðinni
Eystri Rangá – tölfræði úr veiðinni

Við erum búnir að rýna í tölur úr Eystri Rangá og þar kom margt forvitnilegt í ljós. Stórlaxahutfallið var hreint frábært í ánni í sumar en hér að neðan má sjá skiptinguna á stórlaxi og smálaxi

 

63,6% aflans var lax undir 69 cm. 

12,2% var á bilinu 70-79 cm

20.1% var á bilinu 80-89 cm

4.1% var á bilinu 90 cm +

 

Stærstu laxarnir í sumar voru nokkrir um og yfir 100cm en sá stærsti landaði var 102 cm sem fékkst í klakveðinni í júni og má sjá veiðimanninn Maros með hann á myndinni. Það verður spennadi að sjá hvað gerist á næsta ári og vonandi fáum við áfram þessa stóru durga sem allir veiðimenn vilja setja í.

Við viljum benda þeim á sem voru með daga að hausti í Eystri og vilja fá þá aftur að hafa samband sem fyrst.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is