Það liggur nokkuð ljóst fyrir að þetta sumar er ekki að fara í sögubækurnar sem neitt afbragð en svona er þessi blessaði veiðiskapur, það koma frábær sumur, ágæt sumur og svo léleg sumur en alltaf er þetta gaman. Þegar loks fór að rigna í Rangárþingi þá fór allt í kakó í Eystri Rangá og áin var illveiðanleg í næstum þrjá daga. Það munar um að missa þrjá daga úr veiðinni og Ytri Rangá og Vestubakki Hólsár náðu toppsætinu þessa vikuna en við spyrjum að leikslokum. Þessa má þó geta að ef við teldum Austurbakka Hólsár…
Í hádeginu í dag fór Eystri Rangá yfir 2000 laxa veidda í sumar og er þar með fyrsta áin á landinu til að ná þeim áfanga. Undanfarið hefur áin verið að gefa þetta 30- 40 laxa á dag en í gær breyttust skilyrði aðeins og þá komu upp 54 laxar. Það virðist nefnilega ágætt magn af laxi á sumum stöðum en taka hefur verið dræm og mikið um missta fiska. Þverá í Flótshlíð tók líka smá kipp en síðasta holl þar var með 10 laxa. Síðasta hollið á Austurbakka Hólsár var með sjö laxa. Á…
Enn heldur þetta áfram að vera heldur tregt á flestum okkar veiðisvæðum. Nú er svo komið að jafnvel Eystri Rangá er farinn að líða fyrir langvarandi þurrk svo ekki sé talað um Affallið og Þverá. Í Eystri er töluvert af laxi þó ekki sé hægt að bera þetta saman við síðasta ár. Vandamálið núna í ánni er tökuleysi þar sem áin er með því minnsta sem hefur sést í vatnsmagni sem gerir það að verkum að hún er óheyrilega köld. Nú um stundir er þanning morgnuvaktin lélegri þar sem vatnið er ískalt eftir nóttina og…
Eystri Rangá heldur áfram í ágætis gír þó ekki sé þetta jafn gott og í fyrra. En þetta er gott að mörgu leyti og menn eru að fara brosandi heim, þar skiptir máli að mikið er að veiðast ennþá af sérlega vel höldnum stórlaxi. Aðstæður í síðustu viku voru heldur ekki upp á það besta með sól, glæru og litlu vatni. Affallið og Þverá liðu fyrir aðstæður þar sem lítil taka var og var því vikuveiðin í báðum ám fremur dræm. Nú þrufum við að fá rigningu og við erum að vonast til að spár…
Veiðin í Eystri Rangá stendur nú í 1292 löxum veiddum sem skilar henni toppsætinu á listanum yfir mestu heildarveiði þetta sumarið. Enn er að veiðast lúsugur stórlax í bland við smálaxinn. Þeir eru margi glæsilegir stórlaxarnir sem hafa komið úr ánni og á myndinni má sjá einn 97 cm höfðingja þykkann og flottann. Austurbakki Hólsár er kominn í 241 lax og þar hefur verið ágæt veiði undanfarna viku. Affallið er komið í 107 laxa sem er nánast helmingsbæting á einni viku, vonandi mun veiðin aukast enn frekar þar á næstunni en Affallið er oft best…
Eins og ritað hefur verið oftar en síðuritari kærir sig um að muna fór veiðin seint af stað. Affallið og Þverá sem eru síðsumarsár hafa ekki farið varhluta af því en tíðin þar fór ögn að vænkast í síðustu viku þegar báðar ár meira en tvöfölduðu aflatölurnar á viku. Þverá í Fljótshlíð er nú í 20 löxum og Affall í 58 löxum en auðvitað má betur ef duga skal. En þetta er allt í áttina og menn eru að sjá göngur í báðum ám og nú fer þeirra tími að koma. Austurbakki Hólsár er nú…
Þetta er allt í áttina á okkar laxveiðisvæðum og göngur eru að aukast með degi hverjum og við erum að vona að stuðið sé að hefjast að alvöru. Svæði eitt sem hefur verið rólegt í Eystri hingað til var mjög líflegt í gær og menn voru að landa þar smálöxum ótt og títt, þetta rímar við það sem var að gerast í Hólsá en kvöldvaktin þar í gær gaf 15 laxa og þar af voru 12 smálaxar. Smálaxarnir sem menn eru að landa eru mjög vel haldnir og gríðarsprækir sem bendir til þess að þeir…
Jæja, þetta er allt að koma til svei mér þá og næsta vika verður spennandi! Besti dagurinn í Eystri Rangá hingað til var í gær þegar 43 laxar komu á land, enn er að ganga stórlax og er hann ennþá í meirhluta aflans veiðimönnum til mikillar ánægju. Smálaxinn er þó farinn að sýna sig í auknum mæli en hann á mikið inni blessaður og við bíðum eftir að áin bláni af smálaxi. Eystri Rangá var í gær búin að gefa 492 laxa sem er ekkinærri eins mikið og á sama tíma í fyrra en við…
Neðra svæðið á Austurbakka Hólsár getur gefið glettilega góða veiði þegar fiskur er í göngu. Allur fiskur sem fer í Rangárnar fer þarna í gegn og það getur verið ævintýralegt magn af fiski sem fer þarna um þegar göngur eru í hámarki. Fram að þessu höfum við ekki séð alveg þann kraft í göngum sem við vildum sjá en þetta hlýtur allt að fara að koma. Allt virðist seint þetta sumarið og vonandi er veisla í vændum núna á næstunni og síðsumars. Bogdan Niecier skellti sér á neðra svæðið á dögunum og náði tveimur löxum…
Þetta seina vor heldur áfram að hafa áhrif og ekki er enn allt alveg hrokkið í sama gír og í fyrra. En við erum bjartsýn á að þetta fari nú allt að koma. Í Eystri Rangá er veiðin þetta 15-30 laxar á dag nú um stundir og enn er mest af aflanum stórlax, smálax er farinn að sýna sig en í fremur litlum mæli enn sem komið er. Smálaxinn hlýtur að fara að sýna sig í auknum mæli á næstunni og þá verður kátt á hjalla. Affallið fór ekki varhluta af seinum göngum og þar…