Þverá í Fljótshlíð líkt og önnur svæði á okkar vegum í Rangárþingi náði hreint ekki sömu hæðum og árið 2020. Þverá endaði árið í 168 löxum á móti 616 árið 2020. Þó ber að benda á að árið 2019 endaði hún í 143 löxum en rauk svo upp í 616 árið á eftir. Við erum að vona að það sama verði upp á teningnum á næsta ári, að Þverá skelli sér í gírinn eftir magurt ár. Þetta var þó ekki eintómur barlómur í sumar þar sem mjög hátt hlutfall aflans var stórlax og þeir stærstu…
Affallið var líkt og flest okkar veiðisvæði ekki alveg í sama stuði í ár og árið á undan en met var sett árið 2020 sem líklega verður seint slegið. Affallið endaði árið á 508 laxa veiði og er það hreint prýðileg veiði ein og sér. Hátt hlutfall aflans í ár var stórlax og veiddust nokkrir laxar um og yfir meterinn. Það er ekki leiðnlegt að kljást við slíka fiska á netta einhendu og þá reynir á hæfni veiðimannsins. Affalið er gríðarlega vinsælt og halda flestir tryggð við ána ár eftir ár. Við vonumst að sjálfsögðu…
Við erum búnir að rýna í tölur úr Eystri Rangá og þar kom margt forvitnilegt í ljós. Stórlaxahutfallið var hreint frábært í ánni í sumar en hér að neðan má sjá skiptinguna á stórlaxi og smálaxi 63,6% aflans var lax undir 69 cm. 12,2% var á bilinu 70-79 cm 20.1% var á bilinu 80-89 cm 4.1% var á bilinu 90 cm + Stærstu laxarnir í sumar voru nokkrir um og yfir 100cm en sá stærsti landaði var 102 cm sem fékkst í klakveðinni í júni og má sjá veiðimanninn Maros með hann á myndinni.…
Þá er laxveiðin búin þetta tímabilið og eftirtekjan var töluvert minni en í fyrra en það geta ekki öll ár verið metár! Eystri Rangá endaði vertíðina með 3274 laxa veidda og endaði í öðru sæti yfir flesta laxa veidda á Íslandi þetta árið. Ef við myndum telja Austurbakka Hólsár með í tölunum líkt og tíðkast vestar í Rangárþingi væri staðan önnur en hver er að hengja sig á tölur! Þó svo veiðin hafi ekki náð sömu hæðum og í fyrra var hátt flutfall af stórlaxi sem bætti fyrir það að miklu leiti. Stórlaxahlutfall í Eystri…
Hún Helga Guðrún Johnson sótti Þverá í Fljótshlíð heim á dögunum ásamt vinkonum sínum. Skemmst er frá því að segja að veðrið var ekki alveg upp á það besta en þær stöllur létu það mismikið á sig fá og ein þeirra sem sjá má á forsíðumyndinni - Katrín Lovísa fékk tvo laxa. Vinkvennahópurinn leitaði vars á tímabili í Krónunni á Hvolsvelli og má sjá skemmtilega hópmynd af þeim hér að neðan. En gefum Helgu Guðrúnu orðið ; Nú, nú ... við lofuðum að gefa skýrslu úr mokveiðiferð Mósanna þetta árið. Bara svona til að setja…
Þverá í Fljótshlíð hefur dottið að einhverju leiti í gírinn nú á haustmánuðum og hefur hún nú gefið um 150 laxa. Það er engin óhemja og sérstaklega ef miðað er við síðasta ár en þá var metár. Það geta ekki öll ár verið metár! Kjartan Örn Þórðarson var í ánni ásamt félögum dagana 30.09 -02.10 og gerðu þeir ágæta veiði. Þeir fengu sjö laxa á bilinu 62 -94 cm og nokkra urriða að auki. Fiskar sáust í 57, 50, 48, 47, 46, 39 og 20,5 en þeir prófuðu lítið neðar. Á myndinni má sjá fallegan…
Þetta rigningarveður hefur ekki verið að gera góða hluti fyrir blessuðu stóru vatnsföllin - Eystri Rangá og Hólsá en minni árnar okkar hafa aftur á móti notið góðs af bleytunni. Veiðin í Affallinu hefur þannig verið ágæt í september og Þverá í Fljótshlíð hefur tekið góðan kipp líka. Nú hafa veiðst 159 laxar síðan í byrjun september í Affallinu eða rétt yfir sex laxar á dag að meðaltali sem er flottur árangur. Og í Affallinu er ekki bara lax, vel hefur líka veiðst af sjóbirting í ánni sem er fín viðbót við laxinn. Þegar þetta…
Já, ég veit! Ég bað um meira vatn aðeins fyrr í sumar, en fjárinn hafi það ég bað ekki um svona mikið. Nú hefur rignt með smáhléum í tvær vikur og flestar ár hér á suðvesturlandi hafa fengið aðeins meira vatn en góðu hófi gegnir. Þetta er annað hvort í ökkla eða eyra eins og kerlingin sagði. Eystri Rangá hefur ekki farið varhluta af vatnsveðrinu og hefur hún verið erfið til veiða suma daga en þó hefur alltaf tosast eitthvað upp. Síðasta vika gaf 203 laxa sem er bara hreint ágætt miðað við aðstæður. Eystri…
Kæru veiðimenn, Eystri Rangá hefur verið uppseld um nokkurt skeið en vegna kóvid afbókunnar losnuðu tveir dagar í október eða 12 og 13. Þessa daga er veitt frá morgni til kvölds án gistiskyldu en hægt er að bóka herbergi með morgunverði á 20 þús vilji menn koma kvöldið fyrir veiðidag. Þetta er síðasti séns að komast að í ánni þetta tímabil. Hér má skoða og kaupa leyfi: Eystri Rangá leyfi Við vorum líka að bæta við ódýrum hollum í haustveiðina á Austurbakka Hólsár. Hollið með frábæru veiðihúsi er á eingöngu 290 þúsund. Menn geta þrifið eftir…
Eystri Rangá opnaði fyrir blandað agn eftir hádegi þann 01.09 með ágætis árangri. Hópurinn sem var með maðkaopnun þetta árið er frá Finnlandi og eru það mest megnis óvanir veiðimenn og sem dæmi um það þá komu sex maríulaxar á land á fyrstu vaktinni. Ágæt veiði hefur verið hjá hópnum þrátt fyrir það eða á milli 60-70 laxar á dag. Spennandi verður að sjá framhaldið í Eystri. Affallið heldur áfram í ágætis gír og síðasta holl fyrir maðkaopnun var með 21 lax. Maðkaopnunin sjálf í ánni hefur verið róleg þar sem áin er rólega veidd…
- Go to the previous page
- 1
- …
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- …
- 17
- Go to the next page