You are currently viewing Veiði á Austurbakka Hólsár 2022
Veiði á Austurbakka Hólsár 2022

Austurbakki Hólsár er mjög fjölbreytt og skemmtilegt veiðisvæði sem skiptist í Aðalsvæði sem er veitt frá Ármótum til og með Djúpós og svo neðra svæði sem er frá veiðistað númer 13 – Árbakki og alveg að ós út í sjó. Á aðal göngutíma laxfiska frá 1. júlí til 31.ágúst er neðra svæðið selt sér með fjórum  stöngum en utan þess tíma fylgir það með aðalsvæðinu.

Allur lax sem gengur í Rangárnar og Þverá fer í gegn um neðra svæðið og getur verið glettilega góð veiði þar þegar menn hitta á göngurnar. Á neðra svæðinu er hægt að komast mjög ódýrt í laxveiði en verð á leyfum er frá 25.000 stöngin á dag. Seldar eru tvær stangir saman og hægt er að skoða framboðið og kaupa leyfi hér: Austurbakki Neðra svæði – Leyfi

Hér er hægt að lesa sér til um svæðið og skoða kort: Hólsá Austurbakki – Neðra svæði

Á aðalsvæði Austurbakka Hólsár eru svo sex stangir og fylgir með þeim sérlega glæsilegt veiðihús sem er í göngufæri frá bestu veiðistöðunum. Í húsinu eru sex stveggja manna herbergi sem eru öll með baði, glæsileg borðstofa, stór verönd og heitur pottur.

Aðalsvæði Hólsár hefur verið sérlega vinsælt á meðal stærri vinahópa, fjölskyldna og fyrirtækja enda er þar allt til alls til að líða vel og góð veiðivon.

Farið er að minnka verulega framboðið á svæðinu en við eigum eftir tvö vorholl og svo holl að hausti. Allur lax sem gengur í Eystri fer þarna í gegn og síðasta ár veiddist fyrsti laxinn þann 05.06 og 01.06 árið þar á undan. Á vorin er veiðin að mestu bundin við stórlaxinn og koma þá færri en stærri fiskar á land. Hægt er að skoða og kaupa holl hér: Hólsá Aðalsvæði – leyfi

Við eigum að auki eitt holl á besta tíma eða frá 8-10.08 en best er að hafa samband við undirritaðann vegna þess.

Hér má lesa sér betur til um Aðalsvæði Hólsár – Hólsá Austurbakki – Aðalsvæði

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is