You are currently viewing Vefsalan er opin!
Vefsalan er opin!

Kæru veiðimenn,

Við kynnum með stolti vefsöluna okkar en hún hefur að geyma margar frábærar upplifanir á vori, sumri og hausti komanda. Vöruframboð mun breytast á næstu vikum svo um er að gera að skoða úrvalið reglulega. Hér má sjá dýrðina – Vefsala

Vefsalan er skýr og einföld en ef það eru einhverjar spurningar þá er sjálfsagt að senda á info@kolskeggur.is 

Eftirfarandi veiðisvæði má finna í vefsölunni:

Eystri Rangá 

í vefsölu er allt haustið eins og það leggur sig, athugið að framboð er mjög mismunandi, suma daga er orðið lítið eftir af stöngum. Eystri er uppseld fram til 23.08 þar sem við þurftum að færa svo marga á milli ára.

Þverá í Fljótshlíð

Þverá er strax orðin nokkuð umsetin enda er hún skemmtileg og gjöful á. Þverá er seld í tveggja daga hollum sem aðeins veiðileyfi. Fjölmargir gistikostir eru í nágreninu og eru Hellishólar við árbakkann með tilboð upp á 10 þús á manninn nóttin með morgunverði.

Hólsá vorveiði

Í vorveiðinni er Hólsá seld sem pakki, greitt er fyrir 4 stangir en má veiða á allt að 6 stangir. Glæsilegt hús fylgir með 6 herbergjum og auðvitað heitur pottur og læti. Vorveiðin á sjóbirting í Hólsá getur verið fantagóð svo þetta er frábær kostur í vorveiðina. Allt svæðið frá ármótum að ós fylgir með í vorveiðinni.

Hólsá aðalsvæði

Aðalsvæðið í Hólsá er ákaflega vinsælt enda fer þar saman hörkugóð veiði og frábært hús fyrir vinahópinn, svæðið er 6 stangir. Aðalsvæði er selt sem allt svæðið frá ármótum að ósi frá 01.06 – 28.06 en frá 29.06 er svæðið frá ármótum til og með Djúpós.

Hólsá neðra svæði

Neðra svæðið í Hólsá er ákaflega spennandi kostur á göngutíma. Svæðið er selt sem pakki með tveimur stöngum en veiða má á allt að 3 stangir. Seldir eru heilir dagar frá morgni til kvölds án gistingar. Svæðið nær frá veiðistað númer 13 – Árbakki og að ós árinnar.

Gjafabréf

Gjafabréf er frábær jóla eða tækifærisgjöf handa veiðimanninum í lífi þínu!

Affall

Affallið er uppselt eins og staðan er núna, ef losna holl koma þau að sjálfsögðu í vefsölu.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is