You are currently viewing Það styttist…
Það styttist…

Við höfum fengið yfir okkur drepsóttir með tilheyrandi ógeðisveseni og svo núna til að toppa þetta þá skelfur allt skerið eins og hrísla í norðangarranum. En ljósið í myrkrinu fyrir okkur veiðimenn er að nú styttist óheyrilega í vorveiðina. Ef reikningar mínir eru réttir eru sléttir 28 dagar þar til þenja má stöng og bleyta í færi.

Og þá getum við gleymt kóvið, jarðskjálftum og eldgosum af því að við gleymum bæði stund og stað þegar við stöndum við bakkann. Svo ef guð lofar verður þetta bara hætt að mestu þegar konungurinn – laxinn mætir í sumarbyrjun.

Við hjá Kolskegg bjóðum upp á flotta vorveiði á Austurbakka Hólsár – sjá hér:  https://kolskeggur.is/holsa-sjobirtingur/ 

En það er alveg fullt af öðrum flottum möguleikum í boði í apríl eins og til dæmis Þingvallaveiðin hjá vinum okkar í Fishpartner.

Á myndinni má sjá Árna Kristinn með glæsilegan Þingvallaurriða.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is