Loksins byrjaði veiðitímabilið og það virðist taka vel á móti veiðimönnum miðað við magnið af skælbrosandi veiðimönnum með flotta fiska á netinu.
Eitt af okkar svæðum – Austurbakki Hólsár opnaði þann 01.04. Lítið fór fyrir veiði fyrsta daginn vegna veikinda en undirritaður skrapp í ána í smá tíma og varð þess heiðurs aðnjótandi að veiða fyrsta fiskinn þetta árið. Það reyndist vera vænn og fallegur birtingur sem tók í veiðistaðnum Ármótum. Var þar nokkuð líf þar sem tveir léku af að auki. Á myndinni má sjá syni undirritaðs sem hjálpuðu pabba sínum að veiða fiskinn.
Svæðið er ansi stórt og því þarf að leita nokkuð vel af birtingum en ljóst er að hann er allavega í Ármótum. Við hlökkum til að sjá framhaldið á veiðinni.
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is