Eins og áður hefur verið sagt líklega oftar enn einu sinni er orðið lítið eftir af veiðileyfum í sumar á okkar ársvæðum. Þó má þar finna fína bita innan um og ætla ég að fara nánar yfir það hér á eftir.
Hólsá Austurbakki – aðalsvæði
Við eigum eftir tvö holl í júní sem eru annars vegar frá 15-17.06 og svo frá 19-21.06. Þetta er spennandi tími til að ná í stóra vorlaxinn á leið upp í Eystri en vorveiðin þar opnar einmitt 15.06 og er uppseld. Fyrsti laxinn í Hólsá veiddist 5. júní í fyrra og 1. júní 2020. Eftir þetta eigum við næst holl að hausti þann 08.09.
Hér má sjá laus holl: Hólsá Austurbakki – laus holl
Hólsá Austurbakki – neðra svæði
Menn eru að uppgötva þetta svæði í ríkari mæli enda er það ódýrt með góðri laxavon á göngutíma. Allur lax sem fer í Rangárnar og Þverá fer þarna í gegn.
Hér má sjá laus leyfi: Hólsá neðra svæði
Eystri Rangá
Eystri hefur verið gríðarlega vinsæl en frábær veiðiá og sleppingar gengu mjög vel og var magnið ekkert slor. Uppselt er í ána til 22.09 og farið er að minnka verulega framboðið fram á haustið. Ekki verða of seinn/sein, það verður uppselt.
Hér má sjá laus leyfi í Eystri Rangá – Eystri Rangá – leyfi
Þverá í Fljótshlíð
Þverá á alltaf sinn fasta trygga hóp af veiðimönnum enda skemmtileg lítil á þar sem veiða má bæði með maðk og flugu. Lítið er orðið eftir í Þverá en þó er laust eitt flott holl í júlí frá 23-25.07.
Hér má sjá laus holl í Þverá – Þverá í Fljótshlíð – leyfi
Affall í Landeyjum
Affallið hefur verið gríðarlega vinsælt ár eftir ár og hér komast færri að en vilja. Þó er enn séns fyrir þá sem vilja prófa þar sem þrjú holl eru eftir í október.
Hér má sjá laus holl í Affalli – Affall – laus leyfi
Góða skemmtun
Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is