You are currently viewing Laus veiðileyfi!
Laus veiðileyfi!

Nú er þetta allt að koma, vorveiðin hafin og fiskar að hafast á land en veðrið er að gera mönnum grikk þessa síðustu daga. Hvað leiðindi eru það að fá vetur loksins þegar það á að vera vor?

Salan á okkar svæðum hefur verið með ágætum og nú fer hver að vera síðastur að næla sér í leyfi.

Eystri Rangá: https://kolskeggur.is/eystri-ranga/

Nú er svo komið að uppselt er í Eystri Rangá frá 01.07 – 26.08 en við fengum nokkrar stangir í sölu 26-27.08 og svo heilan dag 31.08  og hálfan 01.09. Haustdagar eru farnir að vera fáir eftir og hver að verða síðastur að næla sér í dag. Hér má skoða framboðið og kaupa: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/

Hólsá Austurbakki: https://kolskeggur.is/holsa-austurbakki/

Vel hefur selst í Hólsá enda er svæðið skemmtilegt og þægilegt fyrir hópa og veiðihúsið er stórglæsilegt og hefur verið fallega endurinnréttað fyrir tímabilið. Hólsá er uppseld frá 19.06 – 06.09 en við bendum á flott holl í vorveiðina fyrir stórlaxinn í júní og í september fyrir laxinn og sjóbirtinginn. Hér má skoða framboðið og kaupa leyfi: https://kolskeggur.is/product-category/holsa-austurbakki-adalsvaedi/

Hólsá Austurbakki Neðra svæði: https://kolskeggur.is/holsa-austurbakki-nedra-svaedi/

Neðra svæði Hólsár er selt sér 01.07 -15.08 eða á hágöngutíma. Þarna eru seldar saman tvær stangir en fjórar eru leyfðar á svæðinu og eru seldir heilir dagar án gistingar. Hér er hægt að næla sér í ódýr leyfi með mikilli laxavon en allur fiskur sem gengur í Rangárnar fer þarna í gegn. Hér má sjá leyfi í boði: https://kolskeggur.is/product-category/holsa-austurbakki-nedra-svaedi/

Þverá í Fljótshlíð: https://kolskeggur.is/thvera/

Þverá hefur verið ákaflega vinsæl enda er hún skemmtileg lítil á sem gefur vel og er á góðu verði. Aðeins sex holl eru eftir í Þverá næsta haust á bilinu 4-6.10 og 10-20.10. Hér má sjá og kaupa leyfi: https://kolskeggur.is/product-category/thvera/

Affall: https://kolskeggur.is/affall/

Affall var gríðarlega eftirsótt og var uppselt fyrir jól.