You are currently viewing Laus veiðiholl sumarið 2025
Laus veiðiholl sumarið 2025

Hó og hei og vei, veiði. Nú er þetta allt að detta í gang en smá bið þó enn í laxinn en það líður fljótt. Og talandi um laxinn, við hjá Kolskegg eigum nokkur holl og daga laus í sumar. Hér að neðan má sjá það helsta.

Affall í Landeyjum 

Affallið hefur verið gríðarlega vinsælt síðustu ár og alltaf uppselt. Nú ber svo við að við eigum nokkur holl laus á góðum tíma í sumar. Þeir sem kaupa holl í Affallinu halda því áfram kjósi þeir það. Við eigum eftirfarandi holl á lausu:

Júlí – 16-18, 24-26, 28-30, 30.07-01.08. Ágúst – 1-3, 3-5

Hólsá Austurbakki

Austurbakkinn hefur verið gríðarlega vinsæll enda frábær kostur fyrir vinahópa, fjölskyldur og fyrirtæki. Það er orðið lítið eftir í sumar en eftirfarandi er laust:

Júní –  20-22, 22-24.  September – 15-17.17-19.19-21

Hólsá Austurbakki – Neðra Svæði

Fyrir síðasta tímabil voru reist einföld hús fyrir svæðið þar sem hægt er að láta sér líða vel. Svæðið er afar víðfeðmt og hér þurfa menn að vera duglegir að leita að fisk. Það er töluvert laust í sumar sem sjá má í vefsölunni hér: Neðra Svæði

Eystri Rangá

Við hlökkum mikið til að opna Eystri Rangá þann 20.06. Það er bara ein stöng laus á opnunardaginn en við eigum nokkrar dagana á eftir. Það er kjörið að byrja veiðisumarið í Eystri Rangá! Yfir sumarið eru enn holl á lausu og við eigum nokkrar stangir eftir í maðkaopnun þann 01.09. Hægt er að kynna sér framboðið hér – Eystri vefsalaEkki er allt framboðið í vefsölunni og því gott að senda undirrituðum línu sértu með daga í huga.

Þverá í Fljótshlíð 

Þverá er lítil skemmtileg ódýr á rétt við Hvolsvöll. Hægt er nú í sumar að kaupa þar eina eða fleiri stangir, einn dag í senn. töluvert af sjóbirting veiðist í Þverá auk laxveiðinnar. Hægt er að sjá hér hvað er laust í sumar: Þverá 

Breiðdalsá 

Breiðdalsá hefur verið að sækja í sig veðrið og verður vonandi enn betri í sumar. Þeir sem þekkja vita að áin er ein sú allra fallegasta á landinu með frábært fluguvatn. við eigum nokkur holl laus í sumar og best að senda undirrituðum línu með fyrirspurnum,

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is

S: 7937979