You are currently viewing Gleðilegt tímabil!
Gleðilegt tímabil!

Jæja og jess, þetta er byrja!! Við höfum séð fréttir af fínni veiði á mörgum stöðum og skælbrosandi veiðimönnum. Það hjálpar líka til að veðrið hefur verið hreint ágætt, ólíkt því í fyrra þegar menn þurftu að berja klaka af ánum.

Við hjá Kolskegg erum með eitt svæði í vorveiðinni en það er Austurbakki Hólsár. Við ræddum við veiðimenn þar á opnunardaginn og þá voru þeir búnir að landa einum sex punda í Djúpós og missa marga.

Við þökkum frábærar viðtökur í veiðimyndasamkeppninni. Við fengum sendar inn hátt í hundrað myndir sem eru hver annari glæsilegri. Úrslit verða tilkynnt 15.04.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is