You are currently viewing Eystri Rangá 2026
Eystri Rangá 2026

Kæru veiðimenn,

Eystri Rangá skilaði mun betri veiði í sumar en árið á undan og erum við þakklát fyrir þann árangur. Það voru margir glaðir veiðimenn sem fóru heim frá okkur í sumar.

Við tókum sjálf yfir rekstur seiðastöðvarinnar í sumar og sáum um sleppingar í ána. Sleppt var í ána sama magni og undanfarin ár og gengu sleppingar vel. við erum því bjartsýn á veiðina næsta sumar. Þess má geta að undirritaður hefur heyrt orðróm þess efnis að litlu sem engu hafi verið sleppt í ána í sumar. Það er algerlega ósatt! Eins og áður sagði slepptum við sama magni og undanfarin ár. Við myndum aldrei sleppa minna eða engu og láta sem ekkert sé. Við höfum byggt upp traust meðal okkar veiðimanna og við tökum hlutverk okkar alvarlega.

Eina breytingin sem verður á Eystri næsta sumar er að við ákváðum að opna seinna og verður áin nú opnuð 29.06. Opnunarhollið er selt en við eigum nokkrar stangir eftir 3-5 og 5-7.07. Eingöngu fluguveiði verður fram að hádegi 01.09 en eftir það er maðkur og spænir leyfður líka.

Hólsá verður opnuð í júní og eigum við holl þar á lausu á bilinu 20-27.06 sem er kjörið fyrir hópa sem vilja kljást við snemmgengin lax.

Við erum á fullu að klára að hafa samband við alla okkar veiðimenn vegna næsta árs. Við stefnum svo á að opna vefsöluna síðar í næstu viku.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – s: 7937979 – johann@kolskeggur.is