Affallið í ham

Affallið var nokkkuð lengi í gang en svo þegar þetta fór í gang þá fór það sko í gang. Flest holl hafa verið að fá alveg feikna góða veiði og enginn farið vonsvikinn heim. Sem dæmi þá var síðasta vika með 92 laxa og er áin þá komin í 510 laxa í heildina. Þetta er töluvert betri veiði en á sama tíma í fyrra og gerum við okkur vonir um að Affallið endi í kring um 800 laxa sem væri sérdeilis frábært. Veiðikveðja Jóhann Davíð - johann@kolskeggur.is

Continue ReadingAffallið í ham

Frábær veiði per stöng í Eystri Rangá

Eystri Rangá var hæg í gang þetta árið en síðan hefur veiðin verið jafnari og betri en á síðasta ári. Veiðin í síðustu viku var 3 laxar á stöng á dag sem er með því besta á landinu. Enn eru að veiðast nýgengnir stórlaxar og lúsugir laxar. Í Eystri Rangá er líka hóflegur kvóti á stöng og skylda að sleppa stórlaxi. Þessar aðgerðir eru öðrum veiðimönnum til hagsbóta og tryggja að fleiri laxar eru í ánni út tímabilið. Eystri hefur verið uppseld í sumar og langt fram í haustið en við eigum nokkra daga lausa…

Continue ReadingFrábær veiði per stöng í Eystri Rangá

Ágæt vika á okkar svæðum

Þá er enn ein vikan liðin af þessu sólarsumri og menn eru að fá hann. Við erum nokkuð roggin með veiðina á okkar svæðum og má þar sérstaklega nefna að Affallið gaf yfir 100 laxa viku sem er hreint stórfenglegt. Og þetta er fjarri því allt smálax. Við höfum heyrt af nokkrum fiskum yfir 90 cm og eitt töll sem var áætlað vel yfir meter sleit eftir langa viðureign. Eystri Rangá hefur verið í fínu formi svona þegar hún var til friðs. Við misstum úr nánast tvo daga þar og einnig á Austurbakka Hólsár vegna…

Continue ReadingÁgæt vika á okkar svæðum

Góður gangur í Eystri Rangá

Hin fínasta veiði er þessa dagana í Eystri Rangá og 467 laxar veiddust síðustu vikuna eða 67 að meðaltali á dag á stangirnar 18. Ef við leikum okkur enn frekar af tölunum þá gerir þetta tæpa 4 laxa á stöng á dag sem er hreint ekkert að kvarta yfir. Við teljum samt að áin eigi meira inni þar sem aðstæður þessa vikuna voru ekki upp á það besta, stífur mótvindur, sól og áin hrollköld á morgnana. Eins og menn vita þá erum við með hóflegan kvóta á fiskum í Eystri Rangá eða 4 smálaxar á…

Continue ReadingGóður gangur í Eystri Rangá

Frábær vika í Eystri Rangá og Austurbakka Hólsár

Það hefur verið stöðugur stígandi í veiðinni í Eystri Rangá og á Austurbakka Hólsár. Þannig gaf síðasta vika í Eystri Rangá 405 laxa á stangirnar 18 sem er veiði upp á 3.2 laxa á stöng á dag. Ef við bætum Austurbakka Hólsár við er vikuveiðin á vatnasvæðinu 484 laxar og heildarveiðin komin í 1060 laxa. Við fengum í endursölu tvær stangir í Eystri 14-16.09 og er hægt að kaupa þær hér í vefsölunni: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/ Farið er að minnka framboðið í haust en við eigum stangir á stangli frá 28.09 og út tímabilið. Haustið getur verið…

Continue ReadingFrábær vika í Eystri Rangá og Austurbakka Hólsár

Fín veiði síðustu daga!

Við sögðum ykkur frá því fyrr í vikunni að Affallið hefði aldeilis sprungið út og þar er ekkert lát á góðri veiði. Í gær komu 18 laxar úr Affallinu og var þó aðeins veitt á 3 stangir, sex laxar komu svo af morgunvaktinni í morgun. Þverá í Fljótshlíð er því miður ekki alveg jafn fljót til en þar hafa komið samtals 18 laxar og töluvert af sjóbirting. Vonandi fer Þverá að hrökkva almennilega í gang á næstunni en hún á mikið inni. Ósinn hefur verið kannaður og það á ekkert þar að hamla göngum. Eystri…

Continue ReadingFín veiði síðustu daga!

Affallið hrokkið í gang!

Heldur var tregt fyrstu daga júlí í Affallinu og það eina sem hélt mönnum við efnið voru sjóbirtingar. En...nú er það aldeilis breytt og Affallið datt í gang með hvelli. Hollið sem var að veiðum 14-16.07 varð loks vart við laxagöngur og kom fyrsti laxinn á land þann 14 en síðan ekkert meir þangað til þann 16 en þá komu á land á morgunvaktinni einni 8 laxar. Hollið sem tók við var svo líka í frábærum málum en Bjarki Hvannberg og félagar fengu 13 laxa og þar af voru tveir maríulaxar. Affallið er því þegar…

Continue ReadingAffallið hrokkið í gang!

Veiðifréttir af okkar svæðum

Heldur var þetta treg byrjun en þetta er allt að koma. Laxinn á okkar ársvæðum virðist hafa kunnað svo vel við sig í hafinu að hann er að skila sér óvenju seint en á móti ákaflega vel haldinn. Þeir sem hafa verið að koma hafa verið í fínum málum í æti í sjónum og nú er bara að vona að restin segi skilið við hlaðborðið og fari að fjölmenna heim. Affallið var óhemju seint í gang og fyrsti laxinn þar veiddist þann 14.07, veiðimenn sáu fleiri laxa og við vonum að þetta fari að hrökkva…

Continue ReadingVeiðifréttir af okkar svæðum

Mjög góð veiði á Neðra SV – Austurbakka Hólsár

Neðra svæði Austurbakka Hólsár leynir á sér en um það fer allur lax sem er á leið í Rangárnar og í Þverá og þeir geta verið margir á þeirri leið. Við seljum svæðið sér með fjórum dagsstöngum frá 1. júlí til 31. ágúst. Skemmst er frá því að segja að mjög góð veiði hefur verið frá opnun þann fyrsta júlí. Við höfum nú fengið fréttir frá öllum veiðimönnum sem hafa veitt svæðið þessa fyrstu sex daga og hafa þeir allir veitt lax og væna sjóbirtinga að auki. Heildartalan þegar þetta er skrifað eru 16 laxar…

Continue ReadingMjög góð veiði á Neðra SV – Austurbakka Hólsár

Opnun ársvæða og lausar stangir

Þverá í Fljótshlíð og Affall í Landeyjum opnuðu í gær fyrir veiði. Skemmst er frá því að segja að Þverá opnaði með tvemur stórlöxum en ekki kom lax úr Affallinu fyrsta daginn og bíðum við enn um sinn þar. Í Eystri Rangá veiddust fjórir laxar í gær og sex í morgun. Svo voru líka margir misstir og menn sáu nýjan fisk víða, við erum því að vona að hann  sé að fara að skila sér í meira magni. Einnig hefur verið nokkuð líflegt á Austurbakka Hólsár og fékk undirritaður til að mynda tvo þar í…

Continue ReadingOpnun ársvæða og lausar stangir