Uppáhalds veiðistaðurinn – Sigurður Garðarsson

Eins og margir vita fórum við af stað með smá leik þar sem veiðimenn segja frá uppáhalds veiðistaðnum sínum. Fjölmargir hafa sent inn nú þegar og þökkum við góðar viðtökur. Ef þú vilt vera með, endilega sendu smá texta og mynd af uppáhalds veiðistaðnum þínum á: johann@kolskeggur.is Flott verðlaun í boði, tvær stangir í Eystri Rangá í júní og október. Senda má inn til 31.03 og dregið verður 01.04. Sigurður Garðarsson ríður á vaðið og sendi hann okkur þessa frásögn og meðfylgjandi mynd: Það eru svo margir uppáhalds að það er erfitt að nefna einhvern einn.…

Continue ReadingUppáhalds veiðistaðurinn – Sigurður Garðarsson

Uppáhalds veiðistaðurinn

Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort ég gæti gert upp á milli veiðistaða. Hvort ég ætti mér veiðistað sem er staðurinn með stóru essi. Ég komst að því að sú er raunin og þurfti ég ekki að beita mig mjög hörðu við að játa það fyrir sjálfum mér. Nánar er fjallað um STAÐINN hér að neðan.   En þú? Átt þú þér uppáhaldsveiðistað? Ertu til í að deila því með öðrum og vinna kannski til verðlauna í staðinn? Sendu mynd af uppáhaldsveiðistaðnum þínum ásamt smá texta um af hverju þessi staður er uppáhalds.…

Continue ReadingUppáhalds veiðistaðurinn

Eystri Rangá – Júníveiðin 2021

Við vorum búin að færa ykkur tölur út júníveiðinni í Eystri Rangá árið 2020 og nú er komið að árinu 2021. Veiðin drógst nokkuð saman frá því árið áður en heildarveiðin var 85 laxar í júní 2021. Strax á opnunardaginn þann 15.06 veiddust tveir laxar og á bilinu 15-19.06 veiddust 11 laxar. Við opnum ekki fyrr en 20.06 í ár og vonumst eftir því að opnunin verði lífleg. Besti dagurinn var 29.06 þegar 19 laxar veiddust en næst kom 27.06 með 17 laxa. Stærstir voru sjö laxar í flokknum 90+ og þar af var einn…

Continue ReadingEystri Rangá – Júníveiðin 2021

Júníveiðin í Eystri Rangá – Stórlaxar á sveimi!

Í Eystri Rangá hefur verið unnið markvisst af því að auka stórlaxagengd í ána. Þetta hefur verið gert með því að einblína á að taka snemmgenginn stórlaxinn í klak úr ánni. Fyrst um sinn var ekki selt í þessa veiði heldur voru leiðsögumenn og aðrir sem sáu um það "leiðinda" verk að veiða laxinn í júní. Í gegn um árin hefur aflinn sjaldan verið undir 100 löxum í júní og hæst fór veiðin árið 2016 þegar hátt í 600 stórlaxar veiddust frá 15-30.06 - þá var nú aldeilis veisla í bæ og kófsveittir leiðsögumenn stóðu…

Continue ReadingJúníveiðin í Eystri Rangá – Stórlaxar á sveimi!

Opnun Eystri Rangár í sölu – júníveiðin

Eystri Rangá hefur opnað fyrir laxveiði um 15 júní síðustu ár en við höfum seinkað opnun til 20.06 og eru fyrstu dagarnir nú komnir í sölu. Verð á stöng á dag er aðeins frá 79-89 þús og er hægt að næla sér í stöng á opnunardaginn á 89 þúsund. Eingöngu eru seldar 12 stangir þessa daga og er veitt frá 8-20 án hlés. Ánni er skipt í 4 svæði og veiða 3 stangir hvert svæði, skipt er um svæði á 3 tíma fresti þannig að menn veiða alla ána á einum degi. Veiðimenn þurfa að…

Continue ReadingOpnun Eystri Rangár í sölu – júníveiðin
Read more about the article Haustveiðin í Eystri Rangá 2022 – Október
Laxveiði - Eystri Rangá

Haustveiðin í Eystri Rangá 2022 – Október

Við höldum áfram umfjöllun okkar um haustadagana í Eystri Rangá og beinum nú sjónum okkar að Október. Í Október getur verið glettilega góð laxveiði, mánuðurinn nýtur þess líka að við fækkum stöngum í ánni niður í 12 á dag. Veiðimenn hafa því um stærri svæði að valsa og fleiri staði til að kasta á. Laxveiðin í október var hreint ágæt og veiddist alla daga á veiðitíma nema þann 9.10 þegar skilyrði voru slæm. Alls veiddust 245 laxar á 12 stangir á 20 dögum. Það gerir meðalveiði upp á rétt yfir lax á stöng á dag.…

Continue ReadingHaustveiðin í Eystri Rangá 2022 – Október

Hólsá Austurbakki – Neðra svæði – 2023

Neðra svæðið á Austurbakka Hólsár leynir á sér í laxveiðinni. Þarna um fer allur lax sem fer í Eystri Rangá, Ytri Rangá að hluta og Þverá í Fljótshlíð. Það er því gríðarlegt magn af alxi sem fer þarna um. Og við erum búinn að bæta um betur því síðasta sumar voru settar upp tvær sleppitjarnir á neðra svæðið og verður spennandi að sjá hverju þær skila. Í framtíðinni er svo á áætlun að byggja hús fyrir veiðimenn þarna niður frá og með því gjörbreyta allri aðstöðu fyrir veiðimenn. Húsið ætti að vera tilbúið fyrir sumarið…

Continue ReadingHólsá Austurbakki – Neðra svæði – 2023

Þverá í Fljótshlíð – 2023

Þverá í er skemmtileg lítil og aflíðandi laxveiðiá í Fljótshlíðinni. Aðgengi að flestum stöðum er með ágætum og engin gljúfur eða flúðir sem þarf að klöngrast meðfram. Flugan fer ákaflega vel í ánni en einnig má veiða þar á maðk sem er orðið fágætt í dag. Laxveiðin er skemmtileg í Þverá! Meðalveiði síðustu 10 ára er  334 laxar á ári. Lægst fór hún í 143 laxa árið 2019 en árið á eftir kom sprengja með 616 löxum veiddum. Síðustu tvö sumur hafa valdi nokkrum vonbrigðum með aðeins um 160 laxa veiði en hún bara hlýtur…

Continue ReadingÞverá í Fljótshlíð – 2023

Haustveiðin í Eystri Rangá – September 22

Haustveiðin í Eystri Rangá er glettilega góð og var meðalveiðin í september 2022 um 2 laxar á stöng á dag. Það er sami hópurinn frá Finnlandi sem hefur verið með maðkaopnunina undanfarin ár og fara þeir ákaflega vel með ána. Þeir veiða meira að segja margir eingöngu á flugu í maðkaopnuninni! Þetta má sjá á veiðitölum þessa fyrstu daga en 2-5 sept var veiðin á bilinu 63-69 laxar á dag. Hollið næst á eftir maðkaopnun var svo með betri veiði per dag en 6-7.09 komu á land 73 laxar hvorn daginn sem voru þá bestu…

Continue ReadingHaustveiðin í Eystri Rangá – September 22

Gleðilega hátíð

Kæru veiðimenn, Starfsfólk Kolskeggs óskar ykkur gleðilegra jóla og fengsæls komandi veiðiárs. Það voru margir laxar sem komu á land í ár og fjölmargar dýrmætar minningar urðu til. Nú er daginn farið að lengja og það styttist í veiði á ný. Við eigum veiðileyfi við allra hæfi sem hægt er að skoða í rólegheitum hér: Vefsala Kolskeggs Kær kveðja, Jóhann Davíð - johann@kolskeggur.is  

Continue ReadingGleðilega hátíð