Laus veiðileyfi!

Nú er þetta allt að koma, vorveiðin hafin og fiskar að hafast á land en veðrið er að gera mönnum grikk þessa síðustu daga. Hvað leiðindi eru það að fá vetur loksins þegar það á að vera vor? Salan á okkar svæðum hefur verið með ágætum og nú fer hver að vera síðastur að næla sér í leyfi. Eystri Rangá: https://kolskeggur.is/eystri-ranga/ Nú er svo komið að uppselt er í Eystri Rangá frá 01.07 - 26.08 en við fengum nokkrar stangir í sölu 26-27.08 og svo heilan dag 31.08  og hálfan 01.09. Haustdagar eru farnir að…

Continue ReadingLaus veiðileyfi!

Það er byrjað!

Loksins byrjaði veiðitímabilið og það virðist taka vel á móti veiðimönnum miðað við magnið af skælbrosandi veiðimönnum með flotta fiska á netinu. Eitt af okkar svæðum - Austurbakki Hólsár opnaði þann 01.04. Lítið fór fyrir veiði fyrsta daginn vegna veikinda en undirritaður skrapp í ána í smá tíma og varð þess heiðurs aðnjótandi að veiða fyrsta fiskinn þetta árið. Það reyndist vera vænn og fallegur birtingur sem tók í veiðistaðnum Ármótum. Var þar nokkuð líf þar sem tveir léku af að auki. Á myndinni má sjá syni undirritaðs sem hjálpuðu pabba sínum að veiða fiskinn.…

Continue ReadingÞað er byrjað!

Vorveiði vúhú

Var ég búinn að segja ykkur að það styttist? Já líklega, en það er samt þannig að það styttist og nú eru bara 13 dagar í veiði!!! Það styttist! Mig langaði að benda á að enn eru nokkur holl laus í apríl á Austurbakka Hólsár. Verðum er mjög stillt í hóf eða 200 þús per tveggja daga holl og svo geta menn valið hvort þeir vilja þrífa sjálfir eða kaupa uppábúið og þrif á 50 þús aukalega. Ef tólf fara saman er verðið á mann í tvo daga með gistingu 16.600 krónur eða 8.300 dagurinn/nóttin.…

Continue ReadingVorveiði vúhú

Hólsá neðra svæði

Neðra svæði Hólsár er spennandi kostur í sumarveiðinni þar sem þar fer saman góð veiðivon og lágt verð. Svæðið nær frá og með stað 1 sem er ós Hólsár að hafi til og með stað númer 13. Svæðið er langt og vel rúmt um stangirnar fjórar sem það veiða. Óhemja af laxi fer um svæðið á leið sinni í báðar Rangárnar og Þverá, þeir sem stunda svæðið hafa náð ævintýralegri laxveiði þegar göngurnar fara í gegn og það er alltaf von á silungi á svæðinu. Verði er stillt í hóf eða frá 30-40 þúsund stöngin…

Continue ReadingHólsá neðra svæði

Vor -snemmsumarsveiði

Það er nokkuð þekkt í þessum laxafræðum að eftir gott smálaxaár þá kemur gott stórlaxaár, en auðvitað eru einhverjar breytur sem geta haft áhrif á þetta eins og þá sérstaklega staðan á hafinu. Ef þessi kenning stenst í ár ætti að vera stórlaxaveisla í Eystri Rangá snemmsumars en eins og menn vita veiddust yfir 9000 laxar í ánni á síðasta ári og þar af var smálax um 90%. Við þurfum ekki að fara lengra aftur en til 2016 til að sjá hvað gæti gerst en þá voru komnir á land 1111 laxar þann 06.07 og…

Continue ReadingVor -snemmsumarsveiði

Það styttist…

Við höfum fengið yfir okkur drepsóttir með tilheyrandi ógeðisveseni og svo núna til að toppa þetta þá skelfur allt skerið eins og hrísla í norðangarranum. En ljósið í myrkrinu fyrir okkur veiðimenn er að nú styttist óheyrilega í vorveiðina. Ef reikningar mínir eru réttir eru sléttir 28 dagar þar til þenja má stöng og bleyta í færi. Og þá getum við gleymt kóvið, jarðskjálftum og eldgosum af því að við gleymum bæði stund og stað þegar við stöndum við bakkann. Svo ef guð lofar verður þetta bara hætt að mestu þegar konungurinn - laxinn mætir…

Continue ReadingÞað styttist…

Eystri Rangá – tölfræði – lokayfirferð

Eins og menn hafa líkelga rekið augun í höfum við verið með nokkuð ítarlega yfirferð um veiðina í Eystri í sumar. Ef þið hafið misst af því þá má léttilega fletta í fréttasafninu til að skoða greinarnar. Við höfum nú sett alla tölfræði úr Eystri Rangá í eitt myndrænt skjal sem hægt er að hlaða niður með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Þetta eru aldeilis tölur sem hægt er að grúska í og nördast yfir. Hér má nálgast skjalið: Eystri Rangá tölfræði skjal  Það minnkar í sífellu framboðið í Eystri næsta sumar…

Continue ReadingEystri Rangá – tölfræði – lokayfirferð

Hólsá – Neðra svæði

Vel hefur bókast á aðalsvæði Hólsár og nú er svo komið að svæðið er uppselt frá 19.06 -01.09. Við viljum vekja athygli á að enn eru laus nokkur holl í spennandi júniveiði  og eins í september. Það er annað svæði í Hólsá sem hefur farið minna fyrir og það er svokallað neðra svæði sem er frá og með veiðistað númer 13 - Árbakki og alla leið út í sjó. Það er alveg óhemja af laxi sem fer þarna um þegar göngur eru í hámarki og þeir sem lenda á göngu þarna geta lent í sannkallaðri…

Continue ReadingHólsá – Neðra svæði

Hólsá Austurbakki laus leyfi og fl.

Austurbakkinn á Hólsá hefur verið vinsæll fyrir komandi tímabil enda er aðstaðan þar fyrsta flokks og góð veiðivon. Á göngutíma er hreint gríðarlegt magn af laxi sem fer þarna í gegn á leið sinni í Þverá og Rangárnar. Einnig hefur verið sleppt seiðum í Hólsána sjálfa sem gerir það að verkum að lax stoppar á svæðinu. Nú í sumar ætlum við að bæta enn í seiðasleppingar og ætlum að auka þær í 80.000 seiði. Með þessum aðgerðum ætti veiðin bæði að aukast og dreifast fyrir árið 2022. Fyrir komandi sumar ætlum við að taka veiðihúsið…

Continue ReadingHólsá Austurbakki laus leyfi og fl.

Þverá í Fljótshlíð – laus holl

Þverá í Fljótshlíð er skemmtileg fjögurra stanga á þar sem má veiða á bæði maðk og flugu. Áin á marga aðdáendur og er hún vel seld fyrir sumarið. Veiðihúsið við ána var orðið mjög lúið vægast sagt og var tekin sú ákvörðun að sleppa því að hafa hús við ána í ár. Margir góðir gistikostir eru við ána og má þar til dæmis nefna að Hellishólar við árbakkann eru með tilboð upp á 10 þús á mann nóttin með morgunverði. Veiðileyfi í Þverá eru með ódýrari kostum á markaðnum og kosta þau einungis frá 20…

Continue ReadingÞverá í Fljótshlíð – laus holl