Eystri Rangá opnaði í gær fyrir laxveiði og þá voru líka veiðimenn á Austurbakka Hólsár. Skemmst er frá því að segja að byrjunin var með rólegasta móti en þó fékkst einn glæsilegur 92 cm fiskur á Bátsvaði í Eystri Rangá sem sjá má á meðfylgjandi mynd sem Guðmundur Atli tók. Menn hafa þó talið sig hafa séð laxa síðustu daga Í Hólsánni þannig að vonandi fer þetta að glæðast. Þess má geta að byrjunin í fyrra var líka fremur róleg en þá veiddust tveir laxar á opnunardaginn í Eystri. Þetta kemur allt hægt og bítandi,…
Síðuritari lagðist í tölur og skoðaði hverning laxveiðin fór af stað annars vegar metárið 2020 og svo 2021 sem var öllu síðra. Laxveiðin í Eystri opnar þann 15.06 og við skulum skoða þann dag þessi tvö ár: 2020 - 17 laxar veiddir á bilinu 72-99 cm 2021 - 2 laxar veiddir á bilinu 80-89 cm. Hér má strax sjá að veiðin á opnunardeginum var töluvert mikið verri ári 2021 og munar þar heilum 15 löxum á milli ára. Næst skoðum við heildarveiðina í júnímánuði og þar var einnig töluverður munur. 2020 - heildarveiði í júní…
Eins og áður hefur verið sagt líklega oftar enn einu sinni er orðið lítið eftir af veiðileyfum í sumar á okkar ársvæðum. Þó má þar finna fína bita innan um og ætla ég að fara nánar yfir það hér á eftir. Hólsá Austurbakki - aðalsvæði Við eigum eftir tvö holl í júní sem eru annars vegar frá 15-17.06 og svo frá 19-21.06. Þetta er spennandi tími til að ná í stóra vorlaxinn á leið upp í Eystri en vorveiðin þar opnar einmitt 15.06 og er uppseld. Fyrsti laxinn í Hólsá veiddist 5. júní í fyrra…
Það er gaman að veiða í júni, þennan fyrsta mánuð sem hægt er að renna fyrir lax á Íslandi. Veiðin er aldrei í miklu magni þar sem smálaxinn er sjaldnast mættur svona snemma en stærðin á fiskunum sem von er á bætir upp fyrir magnið. Ég fyrir mitt leiti er alltaf frekar til í einn 10 p plús eða marga smálaxa. Eystri Rangá opnar þann 15.06 og að því er best við vitum er uppselt í vorveiðina þar. En örvæntið ekki! Við eigum til tvö holl í júní á Austurbakka Hólsár, allur lax sem gengur…
Austurbakki Hólsár er mjög fjölbreytt og skemmtilegt veiðisvæði sem skiptist í Aðalsvæði sem er veitt frá Ármótum til og með Djúpós og svo neðra svæði sem er frá veiðistað númer 13 - Árbakki og alveg að ós út í sjó. Á aðal göngutíma laxfiska frá 1. júlí til 31.ágúst er neðra svæðið selt sér með fjórum stöngum en utan þess tíma fylgir það með aðalsvæðinu. Allur lax sem gengur í Rangárnar og Þverá fer í gegn um neðra svæðið og getur verið glettilega góð veiði þar þegar menn hitta á göngurnar. Á neðra svæðinu er hægt…
Fyrstu sjóbirtingarnir á Austurbakka Hólsár komu á land í gær og var þar að verki Knútur Lárusson sem þekkir ána einstaklega vel. Hann var að setja niður skilti og tók nokkur köst með þeim vorverkum. Hann landaði einum á Húsbreiðu og öðrum neðarlega á svæðinu á veiðistað númer þrjú. Að auki missti hann nokkra. Það er því líf á svæðinu en ástundum hefur ekki verið mikil í upphafi tímabils. Undirritaður opnaði svæðið ásamt fjölskyldu og ekki varð mikið úr veiðiskap þar sem veður gerði okkur grikk þann annan apríl og áin fór fljótlega í kakó…
Jæja þar kom að því, eftir vægast sagt fremur leiðinlegan vetur er loks komið að því að bleyta í færi á ný. Eldsnemma í morgun voru líklegast margir góðir veiðimenn vaknaðir eldhressir með bros á vör á leið í langþráða veiði. Og við erum svei mér líka heppnir með veður þennan fyrsta daginn í veiði þetta árið. Hitinn er vel yfir frostmarki, þungbúið og veiðilegt. Það verður spennandi að heyra tíðindi frá deginum og sjá myndir af spriklandi fiskum. Við hjá Kolskegg erum með eitt veiðisvæði sem opnar fyrir sjóbirtinginn en Austubakki Hólsár opnar í…
Það losnaði eitt holl í Affalli í landeyjum hjá okkur 8-10.07 sem er helgi. Að auki eigum við eftir tvö holl í október en öll þessi holl má sjá og ganga frá kaupum í vefsölunni hér - Affall Leyfi Þverá í Fljótshlíð er líka ákaflega vel seld en þar eigum við best eitt holl 23-25.07 sem má kaupa í vefsölunni hér: Þverá - leyfi Á Austurbakka Hólsár eigum við spennandi holl í byrjun tímabils frá 15-17 og 17-19.06, allur laxinn sem gengur í Eystri fer þarna í gegn og því líkur á að veiða stórlax…
Austurbakki Hólsár hefur verið gríðarlega vinsælt veiðisvæði en er þar allt til alls fyrir vinahópinn, fyrirtækið, nú eða stórfjölskylduna. Veiðihúsið er með bestu sjálfmennskuhúsum á landinu og þar eru sex tveggja manna herbergi sem öll eru með baði, stór verönd og heitur pottur. Ekki sakar að bestu veiðistaðir eru í göngufæri frá veiðihúsinu. Farið er að saxast verulega á framboðið í sumar en við eigum enn spennandi holl í vorveiðina frá 15-19.06 og svo holl að hausti sem geta verið fínn kostur. Verðið á stöngina á dag 15-17.06 er eingöngu 53.300 krónur stöngin, ef tveir…
Þegar menn plana sumarið þá er alltaf viss seremónía að finna út úr því hvenær mesta veiðivonin er. Við ákváðum að gamni okkar að taka saman bestu dagana í hverjum mánuði fyrir sig en getum þó ekki lofað að þetta verði eins á næsta ári! Samkvæmt hefð eru bestu dagarnir yfir sumarið að raða sér í kring um mánaðmót júlí/ágúst þegar göngur eru í hámarki. En skoðum nánar bestu dagana: Júní Fyrsta sæti – 29.06 – 19 laxar Annað sæti – 27.06 – 17 laxar Þriðja sæti – 26.07 – 11 laxar Júlí Fyrsta sæti…
- Go to the previous page
- 1
- …
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- …
- 17
- Go to the next page