You are currently viewing Austurbakki Hólsár er skemmtilegt veiðisvæði
Austurbakki Hólsár er skemmtilegt veiðisvæði

Við hjá Kolskegg höfum nýlega skrifað undir samning um leigu á Austurbakka Hólsár til næstu ára. Við erum gríðarlega ánægð með að hafa bætt þessu svæði við framboðið okkar og hlökkum til samstarfsins við veiðifélagið og veiðimennina.

Austurbakki Hólsár er ansi víðfemt svæði sem skiptist í aðalsvæði sem nær frá og með Djúpós upp að ármótum og svo neðra svæði þar fyrir neðan. Á aðalsvæði eru seldar 6 stangir og fylgir með frábært veiðihús með sex tveggja manna herbergjum sem eru öll með sér baði, stór verönd með stórkostlegu útsýni og svo auðvitað heitur pottur. Aðalsvæði Hólsár er tilvalið fyrir vinahópinn eða stórfjölskylduna, aðstaðan er frábær og veiðin getur verið ævintýralega góð.

Neðra svæðið er veitt með fjórum stöngum og er það selt sem leyfi eingöngu og eru þar leyfðar fjórar stangir. Þar breytir ársvæðið sér töluvert á milli ára svo að menn þurfa að vera duglegir að lesa í vatnið hvar nænlegir álar eru sem geyma göngufisk. Þarna getur verð líf í tuskunum á göngutíma!

Við eigum enn eftir nokkur frábær holl í Hólsá næsta sumar.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is