You are currently viewing Allt að koma!
Allt að koma!

Ekki er fjarri því að fiðringur fari um putta í þessu blíðviðri undanfarna daga. Ekki er alveg komið að því að kasta fyrir fisk en biðin styttist. það er ekki nema rétt um einn og hálfur mánuður í að opni fyrir veiði.

Við hjá Kolskegg erum með eitt veiðisvæði þar sem má renna fyrir sjóbirting en það er Austurbakki Hólsár. Þar fer vel um allt að 12 veiðimenn í glæsilegu húsi með heitum pott til að ylja sér eftir veiðina. Við eigum bara fjórar helgar eftir í veiðina en við hvílum yfirleitt svæðið á milli helga.

hægt er að skoða úrvalið hér: https://kolskeggur.is/product-category/holsa-austurbakki-vorveidi/

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is