You are currently viewing Af maðkaopnun
Af maðkaopnun

Nú þann fyrsta sept á hádegi var komið að því að allt löglegt agn var leyft í Affallinu og Eystri Rangá. Ágætlega gekk í maðakaopnun í Eystri Rangá en þó tapaðist einn dagur vegna rigninga. Allas komu yfir 100 fiskar á land en eingöngu var veitt á 10 stangir. Eystri Rangá er nú komin í rétt rúmlega 1600 laxa og er töluvert af laxi eftir í ánni. Við minnum á tilboðsdaga í haust sem sjá má í vefsölunni hér: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/

Affallið var líka opnað fyrir maðk og kom eitthvað af bæði sjóbirting og laxi þar á land. Affallið hefur valdið töluverðum vonbrigðum í sumar og síðuritari veit því miður ekki skýringuna á því. Sama magni af seiðum var sleppt og undanfarin ár og koma þau úr sömu stöð og seiðin úr Eystri Rangá.

Á myndinni má sjá Jónas gæd með væna hrygnu á leiðinni í kistuna.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is