Kæru veiðimenn
Nú er ekki nema rétt rúmlega mánuður í að opni fyrir veiði og okkur verði hleypt út líkt og beljum að vori. Til að stytta biðina höfum við hjá Kolskegg ákveðið að efna til veiðimyndasamkeppni.
Reglurnar eru einfaldar: Það þarf að vera fiskur á myndinni eða stöng eða eitthvað bara tengt veiði af hvaða veiðisvæði sem er. Myndin sem fylgir fréttinni myndi líklega ekki vinna til verðlauna!
Veiðimyndina skal senda á: johann@kolskeggur.is . Upplýsingar skulu fylgja um veiðimenn, veiðistað, stærð fisks og annað sem skiptir máli.
Við munum svo birta myndirnar á samfélagsmiðlum Kolskeggs.
Í verðlaun verða glæsileg veiðileyfi á veiðisvæðum Kolskeggs.
- Verðlaun – Tveggja daga holl á Hólsá Austurbakka 21-23.09 – að verðmæti kr. 590 þús
- Verðlaun – Tvær stangir í heilan dag í Eystri Rangá 23.06 að verðmæti kr. 150 þús
- Verðlaun – Tvær stangir í heilan dag í Eystri Rangá 16.10 að verðmæti kr. 94 þús
opið verður fyrir innsendingu í keppnina til 28.03 og úrslit verða svo kynnt í byrjun apríl og haft samband við vinningshafa.
Góða skemmtun
Jóhann Davíð.