Þverá í Fljótshlíð hefur dottið að einhverju leiti í gírinn nú á haustmánuðum og hefur hún nú gefið um 150 laxa. Það er engin óhemja og sérstaklega ef miðað er við síðasta ár en þá var metár. Það geta ekki öll ár verið metár!
Kjartan Örn Þórðarson var í ánni ásamt félögum dagana 30.09 -02.10 og gerðu þeir ágæta veiði. Þeir fengu sjö laxa á bilinu 62 -94 cm og nokkra urriða að auki.
Fiskar sáust í 57, 50, 48, 47, 46, 39 og 20,5 en þeir prófuðu lítið neðar. Á myndinni má sjá fallegan lax úr túrnum hjá þeim félögum.
Við minnum á að hægt er að kaupa staka daga í Þverá í Fljótshlíð nú í haust og er þá að finna hér í vefsölunni: Þverá í Fljótshlíð – Leyfi
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is