You are currently viewing Maðkaopnun í Eystri og Affallinu
Maðkaopnun í Eystri og Affallinu

Eystri Rangá og Affallið voru opnaðar fyrir veiði með maðki í gær eftir að hafa verið veiddar með flugu eingöngu fram til þessa. Vaninn er að ógurlegar aflahrotur komi í kjölfarið á að laxinum er sýndur maðkurinn í fyrsta sinn. En í Eystri ber svo við að stór hluti þess hóps sem er í maðkaopnun veiðir eingöngu á flugu og sleppir jafnvel fiskinum, við eigum því ekki von á jafn háum tölum úr Eystri og ef allir biettu þeim slímuga.

Affalið er búið að vera stórgott í sumar og þar fór líka maðkaopnunin vel af stað og kvótanum náð fyrstu tvær vaktir.Affallið er nú komið yfir 600 laxa veidda í sumar. Það eru spænskar mæðgur sem opna með maðkinum og má sjá þær á meðfylgjandi mynd.

Þverá í Fljótshlíð hefur mátt veiða með maðk í allt sumar en þar hefur veiðin því miður ollið vonbrigðum en þar er ekki öll von úti þar sem haustið er eftir. Og talandi um haustið þá vorum við að setja í sölu ódýrar stakar stangir í staka daga í október sem má skoða hér: https://kolskeggur.is/product-category/thvera/

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is