Neðra svæðið í Hólsá eða Artúnssvæðið leynir á sér. Þar má veiða á fjórar stangir og er nóg pláss fyrir stangirnar þar sem veitt er frá veiðistað númer 13 Ártún og alveg út í ós við sjó. Mikið af laxi gengur um þetta svæði eða allur lax sem er á leið í Eystri Rangá og líka Ytri ána. Einnig er töluvert af sjóbirtingi á svæðinu.
En svæðið er ekki eingöngu göngusvæði, við erum búin að útbúa tjörn við veiðistað númer 13 og þar var sleppt hátt í 40.000 seiðum síðasta sumar. Við eigum því vonandi von á stóraukinni veiði næsta sumar.
Svæðið hefur einnig upp á að bjóða gistingu fyrir veiðimenn í nýlegum einföldum veiðihúsum þar sem gott er að hvílast.
Við verðum með svæðið á sérstöku kynningarverði í sumar eða frá eingöngu 25 þús stöngin á dag með gistingu innifalinni. Það eru verð sem vert er að gefa gaum!
Hér má skoða og kaupa leyfi á svæðið: https://kolskeggur.is/product-category/holsa-austurbakki-nedra-svaedi/
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is