Nú fer að hausta og daginn tekur að stytta í annan endann, tja, eða báða. Veiðin á okkar svæðum er þó aldeilis ekki hætt og við höldum áfram alveg í góðan mánuð í viðbót í gleðinni.
Veiðin í Eystri Rangá var þokkaleg í síðustu viku og þegar talið var upp úr kössunum var talan 206 laxar. Það er betri vikuveiði en í systuránni og gefur 1.6 laxa á stöng á dag að meðaltali sem er ekkert til að kvarta yfir.
Við eigum eitthvað lítið eftir af leyfum í haust sem sjá má hér: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/
Hólsá Austurbakki er ögn betri en í fyrra og stendur núna í 400 löxum og enn er veitt, síðasta ár gaf 364 laxa. Við erum að selja núna ódýrar stakar stangir án veiðihúss í Hólsá og má sjá þær hér: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/
Þverá í Fljótshlíð hefur valdið nokkrum vonbrigðum svo það sé sagt hreint út en hún er nú komin í 141 lax og við búumst þó við að hún skríði yfir lokatölu síðasta árs. Þverá er oft glettilega góð á haustin. Hér má kaupa leyfi í Þverá: https://kolskeggur.is/product-category/thvera/
Affallið er svo stjarna sumarsins hjá okkur og er það nú komið í 770 laxa og mun líklega gera atlögu að topp tíu listanum í haust. Affallið er uppselt.
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is