Eftir að fór að hlýna fór snjór að bráðna í fjöllum sem gerði það að verkum að Eystri var skollituð og illveiðanleg í gær og það sama má segja um Hólsá. En í dag náði áin að hreinsa sig og þá var ekki að spyrja að því að menn voru að ná í silfur hér og þar. Í dag veiddust 18 laxar í Eystri og þar af einn 101 cm sem Björn Hlynur og Maros félagi hans veiddu. Við munum birta mynda af fiskinum um leið og við fáum hana. Eystri Rangá er þar með…
Ég vissi það, það þurfti bara örlítið að ýta við laxaguðunum með örlitlum kolíslenskum bölmóð til þess að þetta myndi hrökkva í gang. Nú er sko bjart framundan, upp upp mín sál og upp á land með laxinn! Í síðasta pistli minntist ég á að vonin lægi í Jónsmessustraumnum og sú von rættist aldeilis. í gærkveldi færðist líf í tuskurnar á Austurbakka Hólsár þegar stór ganga kom inn og menn lentu í fínni veiði undir kvöld. Eða réttara sagt maður, Knútur Lárusson var einn að veiða vegna forfalla og snaraði hann á land fimm fiskum…
Það eru ekki alltaf jólin í laxveiðinni það er öldungis víst en veðrið hérna í vor hefur þó frekar minnt á blessaða vetrarhátíðina en sumarsælu. Við verðum bara að segja það eins og það er, þetta hefur verið hálfgert hörmungarhark hingað til. Hólsáin sem var búinn að gefa hátt í 40 laxa ( athugið hér læddist meinleg villa, þarna átti að standa " í lok júní voru þeir hátt í 20 " við biðjumst afsökunar á því- JDS 29.06) um þetta leiti í fyrra er núna í tveimur löxum, Eystri Rangá er að gefa þetta frá…
Fjárinn hafi þetta kalda vor og sumar, þetta fer svo illa í laxveiðina okkar! Það er alltént kenningin að hann sé tregari við að ganga þegar það er svona kalt og allt verði því með seinna móti hjá laxinum líkt og lífríkinu öllu þetta sumarið. Ekki hefur beinlínis verið feitan gölt að flá í opnunum áa þetta tímabilið og við verðum bara að segja það hreint út að þetta hefur verið lélegt. Undirritaður fór sinn fyrsta túr þetta árið í Blöndu og það var dræmt en hollið náði þó fjórum á land sem var stórbæting…
Nú er allt að verða klárt fyrir fyrstu veiðimennina sem ætla að reyna við laxinn í Hólsá. Við heyrðum af því að tveir selir hefðu sést í ánni fyrir utan háa bakka rétt fyrir ofan veiðihúsið og lax hefði sést stökkva í framhaldi. Einnig sást selur í Ytri Rangá sem var búinn að svamla alla leið upp í Hrafnatóftir og ekki er hann að synda þetta nema hann sé á eftir einhverju. Við erum þvi nokkuð vissir um að lax er farinn að ganga á vatnasvæði Rangánna en þessi sem sást í Hólsá gæti vel…
Nú er farið að líða á seinni hluta maí og ekki laust við að spennan sé farinn að aukast all verulega. Nú nýlega heyrðum við fréttir af því að fyrstu laxarnir hefður sést í Kjósinni og var það kærkomið að heyra. Vel gæti verið að þeir fari að skríða inn í Hólsánna á næstu dögum en fordæmi eru fyrir því að fyrstu laxarnir hafi sést þar í lok maí. Í fyrra veiddist fyrsti laxinn á Austurbakka Hólsár þann 02.06! Það er farið að þynnast all verulega framboðið á okkar ársvæðum. Austurbakki Hólsár er uppseldur frá…
Nú hefur vorveiðin á Austurbakka Hólsár verið opin í rétt yfir mánuð og hafa flestir skemmt sér ágætlega þótt veiðin hefði mátt vera betri. Við lentum í þessum kuldahremmingum í byrjun tímabils og veiddist þá nánast ekkert í tíu daga. Eftir það voru hollin að kroppa þetta nokkra fiska en við viðurkennum það að við hefðum viljað sjá meiri veiði. Kunnugir menn segja að þetta vorið hafi þetta verið mun daprara en undanfarin ár. Fimm þúsund sjóbirtingum sem voru komnir hátt í tvö pund var sleppt af svæði sex í Eystri síðasta haust en við…
Eystri Rangá endaði síðasta ár með yfir 9000 laxa veidda og þar af var smálax yfir 90% af aflanum. Ef allt er eðlilegt þýðir mikið smálaxamagn það að töluvert af þeim ná því að ganga niður til sjávar og koma svo aftur árið eftir sem stórlax. Það verður því gríðarlega spennandi að vera á vatnasvæðinu í byrjun tímabils. Vorveiðin í Eystri Rangá frá 15.06 er uppseld en ekki örvænta þar sem við eigum enn nokkur holl eftir á Austurbakka Hólsár. Allur laxinn sem gegnur í Eystri fer í gegn um Hólsá og því gæti veiðin…
Við höfum nú opnað fyrir sölu á dagsleyfum í sjóbirtinginn í Hólsá frá 10-20.05. Leyfin eru seld á hóflegu verði eða 15.000 tvö saman í pakka sem gera þá 7500 rónur leyfið á dag. Við seljum eingöngu fjórar stangir á dag í sjóbirtinginn en heildarlengdin á svæðinu er um 14 km og því nóg pláss fyrir veiðimenn. Ekki fylgir aðgangur að veiðihúsi með leyfunum og er veitt án hlés frá 8 -20. Hér má skoða og kaupa leyfi: Hólsá vor Veiðikveðja Jóhann Davíð - johann@kolskeggur.is
Veiðin á Austurbakka Hólsár byrjaði heldur rólega en það á sér þær skýringar að við fengum yfir okkur þennan leiðinda kuldakafla og öll taka datt niður. Þó svo að menn hafi dúðað sig upp og barið ána í gegn um íshrönglið þá var bara allt dautt í kuldanum. En þegar fór að hlýna þá fór að taka og um leið og hlýnaði náði holl að taka sex sjóbirtinga og tvo hoplaxa. Ég kíkti svo í ána með félögum en við vorum latir til veiða en náðum þó nokkrum og má sjá mynd af einum þeirra…