You are currently viewing Silungastuð
Silungastuð

Það hefur verið ágæt veiði hjá þeim sem hafa prófað veiðina á Austurbakka Hólsár undanfarið og fiskurinn verið vel haldinn. Bæði eru menn að setja í sjóbirting og svo er líka staðbundinn urriði á svæðinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá Björn Hlyn með boltasjóbirting.

Annars hefur Austurbakki Hólsár verið ákaflega vinsæll og lítið orðið eftir af hollum í sumar. Þó var að losna eitt holl frá 5-7.07 sem er mjög skemmtilegur göngutími í ánni.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð –  johann@kolskeggur.is