Neðra svæði Hólsár er spennandi kostur í sumarveiðinni þar sem þar fer saman góð veiðivon og lágt verð. Svæðið nær frá og með stað 1 sem er ós Hólsár að hafi til og með stað númer 13. Svæðið er langt og vel rúmt um stangirnar fjórar sem það veiða.
Óhemja af laxi fer um svæðið á leið sinni í báðar Rangárnar og Þverá, þeir sem stunda svæðið hafa náð ævintýralegri laxveiði þegar göngurnar fara í gegn og það er alltaf von á silungi á svæðinu.
Verði er stillt í hóf eða frá 30-40 þúsund stöngin á dag en seldar eru tvær saman í pakka. Svæðið er eingöngu selt sér á besta tíma eða frá 01.07 -15.08.
Hér má kynna sér svæðið: Hólsá neðra svæði
Hér má skoða og kaupa veiðileyfi: Veiðileyfi Hólsá
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is