You are currently viewing Hólsá Austurbakki – Vorveiði 2023
Hólsá Austurbakki – Vorveiði 2023

Við bjóðum upp á skemmtilega vorveiði á Austurbakka Hólsár þar sem menn geta bæði sett í sjóbirting og staðbundinn urriða og jafnvel slæðist á land ein og ein bleikja.

Aðastaðan er til fyrirmyndar fyrir vinahópinn eða fljölskylduna en húsið rúmar allt að 12 manns í sex herbergjum sem öll reu með sér baði og sturtu. Risastór verönd er við húsið með stóru og öflugu Weber grilli og að sjálfsögðu er heitur pottur.

Við eigum nokkur spennandi holl á lausu í vor og er verðið per holl frá 220 þús fyrir tvo daga. Vert er að benda á að við eigum  laust yfir páskana og margar helgar frá föstudegi til sunnudags. Veiðiálagi verður still tí hóf og eru engin holl samliggjandi og svæðið því hvílt á milli.

Hér má kynna sér svæðið: https://kolskeggur.is/holsa-sjobirtingur/

Hér má skoða laus leyfi og ganga frá kaupum: https://kolskeggur.is/product-category/holsa-austurbakki-vorveidi/

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is