Þessir haustdagar undanfarið hafa verið hreint ágætir með fínasta veðri sem tilvalið er til útivistar. Helst er að hann sé svolítið kaldur á morgnanna en svo fer hann alveg léttilega yfir fimm gráðurnar yfir daginn. Og það er veiði! Árnar eru aknnski ekki að gefa mikið strax í morgunsárið en þegar hlýnar þá fer hann að taka.
Veiðin í Eystri Rangá var hreint ágæt síðustu vikuna með 108 laxa veidda. Þar sem eingöngu er veitt á 12 stangir á dag þá eru þetta 1.2 lax á stöng á dag sem er vel ásættanlegt í október.
Hólsá og Þverá hafa verið lítið stundaðar og endurspegla veiðitölur það. Þverá er núna í 70 löxum og hefur veiðin þar í sumar ollið vonbrigðum. Austurbakki Hólsár hefur verið fínn í sumar og er þar bæting á milli ára, hann er nú kominn í 422 laxa á móti 406 í fyrra.
Það er líka farið að hægjast á veiðinni í Affalinu og gaf síðasta vika þar bara 13 laxa.
Á myndinn má sjá Hjalta með 85 cm hrygnu úr Moldarhyl í Eystri Rangá í gær.
Veiðikveðja
Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is