You are currently viewing Fréttir af veiðisvæðum Kolskeggs
Fréttir af veiðisvæðum Kolskeggs

Nú var að detta í ágúst og veiðin á ársvæðum Kolskeggs er komin á skrið. Heilt yfir er veiðin núna svipuð og hún var í fyrra nema Affallið var mjög seint til leiks. Við höfum ekki vitað af því áður að lax gengi svona seint í Affallið eins og raunin var í ár en nú er hann mættur og allt er gott.

Affallið var komið í 15 laxa síðasta miðvikudag og hefur ugglaust bæst við síðan þá. Nú fara vonandi í hönd stórar vikur í Affallinu.

Þverá í Fljótshlíð er komin í 21 lax og framundan er besti tíminn þar og við vonum að áin bæti sig á milli ára.

Hólsá Austurbakki var kominn í 155 laxa síðasta miðvikudag og er það á svipuðu róli og í fyrra.

Eystri Rangá er komin í 725 laxa og eru bestu dagarnir núna að gefa hátt í 60 laxa á dag. Bæði Eystri og hólsá hafa lent í þessu rigningarveðri og hefur þá verið erfitt til veiða. við vonumst eftir sól og sumri í haga.

Breiðdalsá er löngu komin á blað og hafa veiðst þar hátt í 20 laxar. Áin á eftir að vera mjög spennandi kostur í framtíðinni með auknum sleppingum.

Við eigum mörg spennandi veiðileyfi á næstunni sem má kynna sér hér: https://kolskeggur.is/vefsala/