You are currently viewing Fjörið að byrja!
Fjörið að byrja!

Ég vissi það, það þurfti bara örlítið að ýta við laxaguðunum með örlitlum kolíslenskum bölmóð til þess að þetta myndi hrökkva í gang.

Nú er sko bjart framundan, upp upp mín sál og upp á land með laxinn!

Í síðasta pistli minntist ég á að vonin lægi í Jónsmessustraumnum og sú von rættist aldeilis.

í gærkveldi færðist líf í tuskurnar á Austurbakka Hólsár þegar stór ganga kom inn og menn lentu í fínni veiði undir kvöld. Eða réttara sagt maður, Knútur Lárusson var einn að veiða vegna forfalla og snaraði hann á land fimm fiskum einn og sjálfur. Þetta voru gríðarvel haldnir laxar frá 10-12 pund. Í Eystri urðu menn líka varir við meira líf í gærkvöldi og þar kom á land stærsti lax sumarsins sem við vitum um eða 96 cm.

í morgun var svo áfram gott líf í Hólsá en þar misstust nokkrir laxar, einn kom á land og auk þess nokkuð af sjóbirting.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – johann@kolskeggur.is