Þetta er allt að koma, næstum að maður finni lyktina af vorinu suma daga. Nú er ekki nema rétt meira en mánuður þar til við getum farið að veiða aftur og mikil tilhlökkun í gangi. Flest sjóbirtingssvæði landsins opna fyrir veiði þann 01.04 og lumum við hjá Kolskegg á einu svæði sem opnar einmitt þá. Austurbakki Hólsár opnar þann fyrsta apríl fyrir vorveiði og seljum við ána í tvo daga í senn með húsi og öllu saman. Veiðihúsið er eitt glæsilegasta sjálfmennskuhús landsins og þar geta gist allt að 12 manns en leyfi er fyrir…
Við vorum að setja í gang tilboð fyrir júnídaga í Eystri Rangá. Laxveiðin í júní í Eystri Rangá hefur oft verið mjög góð og mest hefur veiðin farið í 600 laxa árið 2016. Síðasta ár gaf áin um 60 laxa í júní og við erum að vonast eftir bætingu á því í ár. Hvenær kemur aftur 600 laxa vorveiði? Annars er heilt yfir farið að minnka framboðið í Eystri Rangá en þó má enn finna marga góða bita. Hér má skoða framboðið í : Eystri Rangá Af öðrum svæðum er það að frétta að Affallið er uppselt…
Við vorum búin að færa ykkur fréttir af því að reist verða hús á neðra svæði Hólsár sem gjörbylta aðstöðunni þar. Hingað til hefur ekki verið nein aðstaða fyrir veiðimenn á svæðinu. Í hverju húsi eru Þrjár stúdío íbúðir og í íbúðunum er rúmpláss fyrir tvo, lítið eldhús og salerni og sturta. Á veröndinni er svo grill. Hverjum pakka með tveimur stöngum fylgir eitt hús. íbúðir til endanna verða innréttaðar sem gistiaðstaða en íbúð í miðjunni er ætluð sem borðstofa og til samveru. Verði verður still í hóf og er dagsstöngin með gistingu frá 45-65…
Haustin í Eystri Rangá geta verið glettilega góð og þar er hægt líka að fá veiðileyfi á góðu verði. Við rendum yfir tölfræðina fyrir september og október og þar er að sjá forvitnilegar tölur. Í september veiddust samtals 648 laxar og var besti dagurinn 15.09 en þá veiddust 62 laxar. Þetta kemur nokkuð á óvart þar sem bestu dagarnir eru yfirleitt í tenglsum við maðkaopnun í byrjun mánaðar en svo var ekki að heilsa á síðasta ári. Bæði er þar um að kenna að skilyrði voru erfið í maðkaopnun og líka það að þeir sem…
Við vorum búin að nefna að til stæði að reisa veiðihús fyrir neðra svæði austurbakka Hólsár og nú er það að verða að veruleika. Fyrir sumarið hafa verið reist tvö hús sem standa neðarlega á svæðinu við stað númer 6. Í hvoru húsi er að finna tvær íbúðir en gistipláss er fyrir tvo í hverri íbúð. Á milli íbúðana er svo rými sem ætlað er til að elda mat og setjast að loknum veiðidegi. Við munum selja að lágamarki tvær stangir saman í tvo daga í senn og fylgir þá hverjum pakka með tveimur stöngum…
Við vorum að opna fyrir sölu á Þverá í Fljótshlíð fyrir næsta sumar. Þverá er lítil og þægileg fjögurra stanga á þar sem veiða má bæði á maðk og flugu. Þverá hefur mest gefið yfir 600 laxa á sumri en síðsustu ár hefur hún alls ekki náð þeim hæðum. Nú í sumar olli áin töluverðum vonbrigðum en við vonum að botninum sé náð og hún fari að rétta úr kútnum. Veiðileyfi í Þverá eru á hagstæðu verði og þau hafa ekki hækkað síðan 2019. Stöngin á dag án gistingar er á bilinu 20-50 þús. Hægt…
Eystri Rangá opnar fyrir veiði þann 20.06 næstkomandi eða eftir rétt tæpa fimm mánuði og við erum farin að telja niður. Það er alltaf ákaflega spennandi að veiða ána í júní af því að maður veit að þar eru einungis stórir fiskar á sveimi. Veiðin árið 2023 í júní var töluvert betri en árið á undan. Alls veiddust 58 laxar í júní í fyrra og var það allt stórlax fyrir utan fimm smærri sem slæddust með. Við erum að sjálfsögðu að vonast eftir betri veiði í júní í ár en hún á það til að…
Gleðilegt nýtt veiðiár kæra veiðifólk. Nú eru hátíðirnar að baki og daginn farið að lengja meira með hverjum deginum. Það styttist óðfluga í að veiðin opni þann 01.04. Salan hjá okkur hefur verið með ágætum en við lumum enn á góðum bitum á okkr svæðum. Má þar nefna fyrst að við eigum nokkur holl laus í vorðveiðina á Austurbakka Hólsár og einnig fáein holl efitir í sumar og haust. í Eystri Rangá eigum við nokkur holl í sumar og haust. Hér í vefsölunni má sjá flest það sem er spennandi í boði: https://kolskeggur.is/vefsala/ Ekki er…
Kæru veiðimenn, Starfsfólk Kolskeggs óskar ykkur gleðlegrar hátíðar og þakkar fyrir öll ævintýrin á árinu sem er að líða. Það voru ótal laxar sem komu á land á okkar svæðum og fjölmargar minningar urðu til. Við vildu minna á að vefsalan okkar er opin og alltaf hægt að plana næsta veiðitúr með því að kíkja hér: https://kolskeggur.is/vefsala/ Veiðikveðja Jóhann Davíð - johann@kolskeggur.is
Austurbakki Hólsár var eitt af fáum svæðum sem gaf betri veiði í sumar en árið áður. Veiðin á svæðinu var 465 laxar árið 2023 á móti 405 2022. Þeir sem þekkja svæðið vita að það er mjög þægilegt yfirferðar, bestu veiðistaðir eru í göngufæri frá veiðihúsinu og svo eru staðir í stuttu ökufæri. Einn staður var mjög heitur í sumar og er hann nefndur - Skógur. Hann er að finna í um 5 mínútna akstursfæri frá veiðihúsinu. Merkingar eru á suðurbakka árinnar enda hefur veiðin verið mest stunduð þaðan en í sumar varð breyting á…