Kæru veiðimenn og konur, Gleðileg jól og færsælt nýtt veiðiár! Við vildum þakka ykkur kærlega fyrir viðskiptin og samskiptin á árinu og við hlökkum til að veiða með ykkur á nýju ári. Eða svona allavega frá apríl! Vefsalan okkar er opin allan sólarhringinn og hún er stútfull af veiðileyfum - https://kolskeggur.is/vefsala/ Kær kveðja Starfsfólk Kolskeggs
Það er ekki svo langt síðan ársvæðin okkar lokuðu en nú er samt kominn tími til að huga að næsta ári. Svo það sé sagt þá olli þetta tímabil nokkrum vonbrigðum í veiði á sumum svæðum en við erum samt bjartsýn fyrir næsta ár. Sleppingar gengu mjög vel og seiðin sem fóru út voru vel haldin. Svo er alltaf spurningarmerki hvað gerist í sjónum en eins og ég sagði þá erum við bjarstýn á betra gengi á næsta ári. Þegar sagan er skoðuð hefur alltaf komið betra ár á eftir því sem kalla mætti lélegt…
Nú þann fyrsta sept á hádegi var komið að því að allt löglegt agn var leyft í Affallinu og Eystri Rangá. Ágætlega gekk í maðakaopnun í Eystri Rangá en þó tapaðist einn dagur vegna rigninga. Allas komu yfir 100 fiskar á land en eingöngu var veitt á 10 stangir. Eystri Rangá er nú komin í rétt rúmlega 1600 laxa og er töluvert af laxi eftir í ánni. Við minnum á tilboðsdaga í haust sem sjá má í vefsölunni hér: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/ Affallið var líka opnað fyrir maðk og kom eitthvað af bæði sjóbirting og laxi þar á…
Nú var að detta í ágúst og veiðin á ársvæðum Kolskeggs er komin á skrið. Heilt yfir er veiðin núna svipuð og hún var í fyrra nema Affallið var mjög seint til leiks. Við höfum ekki vitað af því áður að lax gengi svona seint í Affallið eins og raunin var í ár en nú er hann mættur og allt er gott. Affallið var komið í 15 laxa síðasta miðvikudag og hefur ugglaust bæst við síðan þá. Nú fara vonandi í hönd stórar vikur í Affallinu. Þverá í Fljótshlíð er komin í 21 lax og…
Veiðin á Austurbakka Hólsár hefur farið ágætlega af stað og eru flest holl að gera veiði bæði á neðra og efra svæði. Veiðin nú í upphafi hefur mest verið tveggja ára lax en einn og einn smálax í bland og svo líka fallegir sjóbirtingar. Hann Bæring var að ljúka veiðum á aðalsvæði og sendi okkur eftifarandi skýrslu og þessa glæsilegu mynd sem fylgir með fréttinni. "Sæll vorum að koma úr Hólsá, mikið af fiski í Rennu og Höll, fiskur að ganga en átti vona á sterkari göngum, en fer að detta í gang, komu nokkrir…
Við opnuðum Eystri Rangá og Austurbakka Hólsár þann 20.06 síðastliðinn og óhætt að segja að eftirvæntingin var mikil hjá fyrstu veiðimönnum. fyrsta laxinn í Eystri Rangá veiddi svo Jósef á svæði sex og var það falleg 80cm hrygna. Opnunardaginn veiddust 8 laxar í Eystri Rangá sem er prýðilegt. Dagana frá opnun hafa verið að veiðast þetta 7-15 laxar á dag og mesta veiðin hingað til var þann 24.06 þegar 15 laxar veiddust í Eystri og þrír á Austurbakka Hólsár eða 18 samtals á vatnasvæðinu. Þegar þetta er skrifað eru komnir 47 laxar úr Eystri Rangá…
Nú líður óðum að því að við opnum Eystri Rangá en það verður eftir tæpan mánuð, þann 20.06. Uppselt er nú á opnunardaginn en við eigum nokkrar stangir dagana á eftir og vorum að bæta við stöngum 26-8.06. Við erum að selja júnídagana á góðu verði og er eftir nokkru að slægjast þar sem fiskarnir í byrjun eru stórir og alltaf séns að setja í tröll. Við rýndum í tölfræðina frá því í fyrra og þar kom í ljós að fiskarnir sem veiddust í júní voru nánast eingöngu stórlaxar en fimm smálaxar undir 69 cm…
Við opnum Eystri Rangá þann 20.06 og við eigum enn eftir nokkrar stangir í opnun! Það hefur eiginlega alltaf veiðst á opnunardaginn svo þetta er kjörið tækifæri til þess að reyna við þann silfraða. Við eigum líka nokkrar stangir í framhaldinu og eru þær á tilboðsverði. Undirritaður lætur sig ekki vanta í opnun enda er þá von á þeim stóra. í opnun í fyrra var ég heppinn og landaði laxi sem var nálægt 20 pundunum og má sjá á meðfylgjandi mynd. hægt er að kaupa leyfi hér: https://kolskeggur.is/product-category/eystri-ranga/ Veiðikveðja Jóhann Davíð - johann@kolskeggur.is
Þverá í Fljótshlíð er skemmtileg lítil fjögurra stanga á þar sem veiða má bæði á maðk og glugu. Þverá hefur verið í svolítilli lægð síðustu sumur en hún hlýtur að fara að koma til aftur. Við eigum enn mörg góð holl á lausu í sumar sem sjá má hér: https://kolskeggur.is/product-category/thvera/ Veiðikveðja johann@kolskeggur.is
Nú er rétt aðeins meira en vika í að menn geti loksins farið að veiða aftur. Mörg veiðisvæði opna fyrir sjóbirting og silungsveiði þann 01.04. Við hjá Kolskegg erum með eitt veiðisvæði sem opnar fyrsta apríl og er það Austurbakki Hólsár. Spennandi verður að sjá hvernig gengur en við höfum friðað allan sjóbirting síðan við tókum við svæðinu og erum að vonast eftir bættri veiði með hverju árinu sem líður. Við eigum nokkur holl eftir í vor sem sjá má hér: https://kolskeggur.is/product-category/holsa-austurbakki-vorveidi/ Við færum ykkur svo fréttir af svæðinu eftir opnun. Veiðikveðja Jóhann Davíð - johann@kolskeggur.is