Kæru veiðimenn, Við kynnum með stolti vefsöluna okkar en hún hefur að geyma margar frábærar upplifanir á vori, sumri og hausti komanda. Vöruframboð mun breytast á næstu vikum svo um er að gera að skoða úrvalið reglulega. Hér má sjá dýrðina - Vefsala Vefsalan er skýr og einföld en ef það eru einhverjar spurningar þá er sjálfsagt að senda á info@kolskeggur.is Eftirfarandi veiðisvæði má finna í vefsölunni: Eystri Rangá í vefsölu er allt haustið eins og það leggur sig, athugið að framboð er mjög mismunandi, suma daga er orðið lítið eftir af stöngum. Eystri er uppseld…
Þetta ár var ekki alslæmt á allan hátt og má til að mynda benda á það að algjör metveiði var í Eystri Rangá og átti margur veiðimaðurinn ljúfar stundir þar við bakkann. Áin endaði í 9070 löxum sem er hreint geggjuð veiði! Góðar og kröftugar göngur voru í ána og að auki þá hjálpaði það að jafna út veiðina að hóflegur kvóti var settur á stöng á vakt. Þannig náði veiðin að haldast mjög góð út tímabilið. Við erum nú á fullu að bóka næsta ár og er orðið lítið eftir fyrr en 23.08. Við…
Við hjá Kolskegg höfum nýlega skrifað undir samning um leigu á Austurbakka Hólsár til næstu ára. Við erum gríðarlega ánægð með að hafa bætt þessu svæði við framboðið okkar og hlökkum til samstarfsins við veiðifélagið og veiðimennina. Austurbakki Hólsár er ansi víðfemt svæði sem skiptist í aðalsvæði sem nær frá og með Djúpós upp að ármótum og svo neðra svæði þar fyrir neðan. Á aðalsvæði eru seldar 6 stangir og fylgir með frábært veiðihús með sex tveggja manna herbergjum sem eru öll með sér baði, stór verönd með stórkostlegu útsýni og svo auðvitað heitur pottur.…
Þó að tímabilið sé rétt búið þá eru bókanir fyrir næsta ár í fullum gangi. Affallið er nánast uppselt eftir úthlutun en enn eru eftir frábær holl í bæði Þverá og Austurbakka Hólsár. Eystri Rangá er einnig orðin nokkuð þétt bókuð og er allt uppselt til 20.08 þar sem við þurftum að færa svo marga á milli ára út af þið vitið hverju. Ef þú átt eftir að bóka í eitthvað af þessum ársvæðum, endilega hafðu samband sem allra fyrst. Jóhann Davíð johann@kolskeggur.is
Við hjá Kolskegg höfum bætt við okkur nokkrum frábærum veiðisvæðum fyrir næsta sumar. Ber þar fyrst að nefna Austurbakka Hólsár sem er stórskemmtilegt 6 stanga svæði og fylgir með frábært veiðihús með sex tveggja manna herbergjum sem eru öll með baði. Þar er pottur og allt til alls svo ferðin verði hin besta, já og svo er auðvitað fantafín veiði þarna þar sem allur lax sem gengur í Eystri Rangá fer þarna í gegn. Affallið er ein af nýju perlunum okkar en þar veiddust yfir 1700 laxar í sumar. Síðust en ekki síst er svo…
Er það nokkur ofrausn að kalla á sem gefur yfir 9000 laxa bestu ána á landinu? Tja, alltént er hún sú lang lang aflahæsta og laxveiði snýst um að veiða lax og þá er gaman. Nú erum við rétt búin að loka í ár og er farið að hlakka ógurlega til næsta sumars. Bókanir eru í fullum gangi og gildir hið fornkveðna - fyrirstur kemur, fyrstur fær. Veiðikveðja Jóhann Davíð johann@kolskeggur.is
- Go to the previous page
- 1
- …
- 14
- 15
- 16
- 17