Allt að koma

Smá fréttir af veiðisvæðum Kolskeggs. Eystri Rangá hefur gefið nokkra laxa á dag síðan í opnun og fer þeim fjölgandi með degi hverjum. í gær veiddust 7 stórlaxar úr Eystri Rangá. Hólsá hefur líka opnað og fyrstu laxarnir eru komnir á land þar. Nú fer að líða að því að Þverá og Affall opni og verður spennandi að fylgjast með þeim. Veiðikveðja Jóhann Davíð - johann@kolskeggur.is

Continue ReadingAllt að koma

Silungastuð

Það hefur verið ágæt veiði hjá þeim sem hafa prófað veiðina á Austurbakka Hólsár undanfarið og fiskurinn verið vel haldinn. Bæði eru menn að setja í sjóbirting og svo er líka staðbundinn urriði á svæðinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá Björn Hlyn með boltasjóbirting. Annars hefur Austurbakki Hólsár verið ákaflega vinsæll og lítið orðið eftir af hollum í sumar. Þó var að losna eitt holl frá 5-7.07 sem er mjög skemmtilegur göngutími í ánni. Veiðikveðja Jóhann Davíð -  johann@kolskeggur.is

Continue ReadingSilungastuð

Úrslit Veiðimyndasamkeppninar

Síðuritari ásamt teymi hefur setið sveittur við að velja úr bestu veiðimyndirnar í samkeppninni. Úr vöndu var að ráða þar sem óttrúlega margar glæsilegar myndir voru sendar inn og kunnum við veiðimönnum bestu þakkir. Sú mynd sem vann til fyrstu verðlauna er þessi glæsilega stemmningsmynd af Berglindi Kristjánsdóttur að glíma við Stórlax í Laxá í Aðaldal. Sigvaldi Lárusson tók myndina. Önnur verðlaun fær Kjartan Marínó fyrir þessa fallegu mynd af Andra Marinó með flottann sjóbirting úr volanum. Myndin í Þriðja sæti er þessi fallega mynd af Stoltum ungum veiðimanni með fallegan urriða. Veiðimaðurinn heitir Kristófer…

Continue ReadingÚrslit Veiðimyndasamkeppninar

Gleðilegt tímabil!

Jæja og jess, þetta er byrja!! Við höfum séð fréttir af fínni veiði á mörgum stöðum og skælbrosandi veiðimönnum. Það hjálpar líka til að veðrið hefur verið hreint ágætt, ólíkt því í fyrra þegar menn þurftu að berja klaka af ánum. Við hjá Kolskegg erum með eitt svæði í vorveiðinni en það er Austurbakki Hólsár. Við ræddum við veiðimenn þar á opnunardaginn og þá voru þeir búnir að landa einum sex punda í Djúpós og missa marga. Við þökkum frábærar viðtökur í veiðimyndasamkeppninni. Við fengum sendar inn hátt í hundrað myndir sem eru hver annari…

Continue ReadingGleðilegt tímabil!

Laus veiðiholl sumarið 2025

Hó og hei og vei, veiði. Nú er þetta allt að detta í gang en smá bið þó enn í laxinn en það líður fljótt. Og talandi um laxinn, við hjá Kolskegg eigum nokkur holl og daga laus í sumar. Hér að neðan má sjá það helsta. Affall í Landeyjum  Affallið hefur verið gríðarlega vinsælt síðustu ár og alltaf uppselt. Nú ber svo við að við eigum nokkur holl laus á góðum tíma í sumar. Þeir sem kaupa holl í Affallinu halda því áfram kjósi þeir það. Við eigum eftirfarandi holl á lausu: Júlí -…

Continue ReadingLaus veiðiholl sumarið 2025

Veiðimyndasamkeppni Kolskeggs

Kæru veiðimenn Nú er ekki nema rétt rúmlega mánuður í að opni fyrir veiði og okkur verði hleypt út líkt og beljum að vori. Til að stytta biðina höfum við hjá Kolskegg ákveðið að efna til veiðimyndasamkeppni. Reglurnar eru einfaldar: Það þarf að vera fiskur á myndinni eða stöng eða eitthvað bara tengt veiði af hvaða veiðisvæði sem er. Myndin sem fylgir fréttinni myndi líklega ekki vinna til verðlauna! Veiðimyndina skal senda á: johann@kolskeggur.is  . Upplýsingar skulu fylgja um veiðimenn, veiðistað, stærð fisks og annað sem skiptir máli. Við munum svo birta myndirnar á samfélagsmiðlum Kolskeggs.…

Continue ReadingVeiðimyndasamkeppni Kolskeggs

Allt að koma!

Ekki er fjarri því að fiðringur fari um putta í þessu blíðviðri undanfarna daga. Ekki er alveg komið að því að kasta fyrir fisk en biðin styttist. það er ekki nema rétt um einn og hálfur mánuður í að opni fyrir veiði. Við hjá Kolskegg erum með eitt veiðisvæði þar sem má renna fyrir sjóbirting en það er Austurbakki Hólsár. Þar fer vel um allt að 12 veiðimenn í glæsilegu húsi með heitum pott til að ylja sér eftir veiðina. Við eigum bara fjórar helgar eftir í veiðina en við hvílum yfirleitt svæðið á milli…

Continue ReadingAllt að koma!

Maðkaopnun í Eystri Rangá!

Það var óvænt að losna hjá okkur maðkaopnun í Eystri Rangá dagana 1-4.09. Maðkaopnun er svo kölluð þegar opnað er fyrir bæði spún og maðk eftir að eingöngu hefur verið notuð fluga sumarið á undan. Oftast veiðist mjög vel í maðkaopnun og er þetta spennandi kostur fyrir stóra vinahópa eða vinnustaði. Annars er heilt yfir farið að minnka framboðið í Eystri Rangá  en þó má enn finna marga góða bita. Hér má skoða framboðið í : Eystri Rangá . Einnig eigum við nokkur holl á góðum tíma sem eru ekki í vefsölunni. Af öðrum svæðum er það…

Continue ReadingMaðkaopnun í Eystri Rangá!
Read more about the article Flott holl á lausu
Laxveiði - Eystri Rangá

Flott holl á lausu

Bókanir hjá okkur eru komnar á fullt og ganga vel fyrir komandi tímabil. Við lumum þó á flottum hollum bæði í Affallinu og á Austurbakka Hólsár. Hér má sjá hvað er laust: Affall 10-12.07 - 12-14.07 - 14-16.07 - 16-18.07 - 24-26.07 - 30.07-01.08 - 4-6.08 - 16-18.08 Hólsá  Austurbakki 20-22.06 - 22-24.06 - 27-29.06 - 29.06 -01.07 - 9-11.09 - 13-15.09 Veiðikveðja Jóhann Davíð - johann@kolskeggur.is  

Continue ReadingFlott holl á lausu

Gleðilega Hátíð 2024

Kæru veiðimenn og konur, Gleðileg jól og færsælt nýtt veiðiár! Við vildum þakka ykkur kærlega fyrir viðskiptin og samskiptin á árinu og við hlökkum til að veiða með ykkur á nýju ári. Eða svona allavega frá apríl! Vefsalan okkar er opin allan sólarhringinn og hún er stútfull af veiðileyfum - https://kolskeggur.is/vefsala/ Kær kveðja Starfsfólk Kolskeggs

Continue ReadingGleðilega Hátíð 2024