Hólsá neðra svæði -20.08-22.08.24 – Tveggja daga holl – Tvær stangir í pakka

kr.180.000

In stock

Hólsá Neðra svæði- Holl – 2 stangir seldar saman í pakka

Veitt er á fjórar stangir, tvær saman seldar í pakka í tvo daga í senn með húsi.

Daglegur veiðitími:
1.07 -31.08 – 15-21 og 7-13

Reglur:
Hirða má 4 smálaxa á stöng á vakt undir 70 cm. Laxi yfir 70 cm ber að sleppa og sjóbirting í öllum stærðum ber að sleppa.

Leyfilegt agn:
fluga, maðkur og spónn.

Veiðihús:
Fyrir sumarið 2024 verða reist veiðihús á Neðra svæði Austurbakka Hólsár. Sett verða upp tvö hús en í hverju húsi eru Þrjár stúdíó íbúðir. Í íbúðunum er rúmpláss fyrir tvo, lítið eldhús og salerni og sturta. Á veröndinni er svo grill. Hverjum pakka með tveimur stöngum fylgir eitt hús. íbúðir til endanna verða innréttaðar sem gistiaðstaða en íbúð í miðjunni er ætluð sem borðstofa og til samveru.

Koma má í veiðihús kl 14:00 en þau skulu yfirgefin hrein og fín ekki seinna en 13:30 á brottfarardegi. 

Kynnið ykkur nánari upplýsingar hér – Hólsá Neðra svæði

Öll veiði skal skráð í veiðibók

Kvittun fyrir kaupum gildir sem veiðileyfi!