Kolskeggur er nýtt fyrirtæki sem selur veiðileyfi í nokkrar af laxveiðiperlum Suðurlands. Má þar nefna: Eystri Rangá, Affallið, Austurbakka Hólsár og Þverá. Við ætlum að aldrei að lofa þér veiði en við lofum því að við ætlum að koma þér í dauðafæri við konung fiskanna. Hvort hann lítur svo við agninu er undir þér komið og vissulega honum líka.
Við erum staðsett í Húsi Sjávarklasans – Grandagarður 16, 101 Reykjavík og þar er gott kaffi viljir þú kíkja í spjall.
Jóhann Davíð Snorrason Framkvæmdastjóri Johann@kolskeggur.is S: 793 7979
Gunnar Guðjónsson Veiðiumsjón og yfirleiðsögumaður S: 696 1200
Kolskeggur var bróðir Gunnars á Hlíðarenda. Hann barðist með Gunnari í mörg skipti og meðal annars í bardaganum við Eystri Rangá, þar sem Hjörtur bróðir þeirra féll. Leiðir þeirra Gunnars og Kolskeggs skildu þegar Gunnar neitaði að halda af landi brott og sneri til baka. Þá viðhafði Kolskeggur þau ummæli að hann væri ekki slíkt lítilmenni að ganga á bak orða sinna.
Viltu vita meira?
Endilega hafðu samband hér til hliðar ef þú vilt vita um lausa daga, verð, veiðifyrirkomulag eða bara heyra í okkar um eitthvað annað veiðitengt.