Affall í Landeyjum
Ein besta á landsins
Affallið rennur milli austur og vestur Landeyja. Affallið er tær en ekki stór bergvatnsá. Sjóbirtingur hefur alltaf gengið í ána. Bleikja finnst þar einnig í litlum mæli. Í Affallinu veiðast að meðaltali tæpir 725 laxar á ári séu tekin fimm síðustu ár. Árið 2020 veiddust 1728 laxar í Affallinu sem og var áin sú þriðja aflahæsta á landinu.
Affallið er frábær veiðiá!
Affallið lætur ekki mikið yfir sér þar sem hún rennur hæglátlega milli Austur og Vestur Landeyja. Áður fyrr rann kvísl úr Markarfljóti í Affallið en eftir fyrirhleðslur á Markarfljótseyrum varð Affallið tær bergvatnsá.
Affallið er veitt með fjórum stöngum og er veiðitímabilið frá 01/07 -20/10. Alls eru 80 skráðir veiðistaðir í ánni og því gott rými fyrir stangirnar fjórar.
Affallið er hæglíðandi veiðiá með fallegum strengjum og litlum breiðum. Best fer á að nota einhendu 7-9 og gott er að nota sökktaum og stuttan taum þar fyrir framan. Best er að nota léttari flugur en láta stærri túbur eiga sig.
Almennar upplýsingar
Staðsetning: Rangarvallarsýsla í nágrenni
Hvolsvallar um 100 km frá Reykjavík.
Tímabil: 1/7 -20/10.
Daglegur veiðitími:
1/7-19/8 = 07-13 og 16-22.
20/8-19/9 = 07-13 og 15-21.
20/9-20/10 = 07-13 og 14 -20.
Stangarfjöldi: Í ánni eru leyfðar 4 stangir. Um hverja stöng mega vera 2 veiðimenn og skulu þeir þá vera saman á veiðistað.
Leyfilegt agn: Eingöngu veitt á flugu til hádegis 01/09 en fluga og maðkur eftir það. Spónn er ekki leyfilegur i Affalinu.
Kvóti: Leyfilegt er að hirða 3 laxa á stöng á vakt 69 cm og undir. Skylda að sleppa löxum 70 cm og yfir í klakkistur og hlífa skal sjóbirting.
Bestu flugur: Rauð Frances, Sunray, Bismó, Kolskeggur, Black Sheep, Collie Dog, Friggi (1/4).
Veiðibók er staðsett í veiðihúsinu Kross. Skrá ber afla samdægurs í veiðibók. Veiðimenn taki með sér plast fyrir veiðina.
Veiðiumsjón
Gunnar Guðjónsson
696 1200
Veiðihús
860 Hvolsvöllur
487 5580
Sala veiðileyfa
Jóhann Davíð Snorrason
793 7979